Enski boltinn

Shearer ráðleggur Rooney að hætta með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Wayne Rooney ætti að hætta að gefa kost á sér í enska landsliðið að sögn Alan Shearer, fyrrum landsliðsframherja og fyrirliða enska landsliðsins.

Rooney er núverandi fyrirliði enska liðsins og var valinn í hóp Sam Allardyce um helgina en England er eins og önnur landslið í Evrópu að hefja leik í undankeppni HM 2018 um næstu helgi.

„Manchester United er með afar breiðan leikmannahóp og Rooney þarf að ná sínu allra besta fram til að vera viss um að halda sæti sínu í liðinu,“ skrifaði Shearer í dálki sínum í The Sun.

„Það er tímabært að Rooney verði eigingjarn og byrji að hugsa um sjálfan sig. Og því miður þýðir það að hætta að spila landsleiki.“

„Hann er enn nógu góður til að spila með enska landsliðinu en hann er nú orðinn þrítugur og það tekur sinn toll að vera bæði fyrirliði félagsins þíns og landsliðsins og að vera upp á sitt besta sem leikmaður á báðum vígstöðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×