Enginn unnið fleiri VMA-verðlaun en Beyoncé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 08:37 Beyoncé á VMA-hátíðinni í nótt. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson. Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson.
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira