Best klæddu konurnar á VMA hátíðinni Ritstjórn skrifar 29. ágúst 2016 02:45 Naomi Campbell var ein af þeim flottustu á hvíta dreglinum. Myndir/Getty Í nótt fór fram verðlaunahátíðin MTV Video Music Awards þar sem allar helstu stjörnurnar úr tónlistarlífinu klæddu sig upp í sitt fínasta púss og létu mynda sig á rauða dreglinum. Tískan á dreglinum var ansi fjölbreytt en samt sem áður voru gegnsæ efni og flegin snið áberandi. Glamour hefur tekið saman lista yfir best klæddu konurnar á hátíðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Alicia Keys mætti ómáluð og fersk ásamt eiginmanni sínum, Svizz Beats, í fallegum munstruðum kjól og með hárið tekið upp. Skemmtileg tilbreyting.Ariana Grande var glæsileg í toppi og buxum frá Alexander Wang.Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar af í þessum fölgræna kjól með rauðar glitrandi varir.Kim Kardashian var kynæsandi í svörtum stuttum kjól með blautt hárið.Hailey Baldwin var í skemmtilegum samfesting sem vakti mikla lukku.Britney Spears var ekkert að taka alltof miklar áhættur en samt sem áður hitti hún naglann í höfuðið og var glæsileg sem aldrei fyrr.R&B söngkonan Tinashe var í afslöppuðu en samt elegant dressi. Það kemur einstaklega vel út hjá henni, sérstaklega með hárið tekið upp.Mæðgurnar Beyonce og Blue Ivy báru af á dreglinum góða. Beyoncé klæddist ljósbláum fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio.Myndir/Getty Mest lesið Tveir dagar í viku án farða Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Dóttir Cindy Crawford landar sínum fyrsta sóló forsíðuþætti Glamour Stefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Glamour Louis Vuitton frumsýnir vorherferð sína Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Taylor Swift hæst launaða konan í tónlistarbransanum Glamour
Í nótt fór fram verðlaunahátíðin MTV Video Music Awards þar sem allar helstu stjörnurnar úr tónlistarlífinu klæddu sig upp í sitt fínasta púss og létu mynda sig á rauða dreglinum. Tískan á dreglinum var ansi fjölbreytt en samt sem áður voru gegnsæ efni og flegin snið áberandi. Glamour hefur tekið saman lista yfir best klæddu konurnar á hátíðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Alicia Keys mætti ómáluð og fersk ásamt eiginmanni sínum, Svizz Beats, í fallegum munstruðum kjól og með hárið tekið upp. Skemmtileg tilbreyting.Ariana Grande var glæsileg í toppi og buxum frá Alexander Wang.Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar af í þessum fölgræna kjól með rauðar glitrandi varir.Kim Kardashian var kynæsandi í svörtum stuttum kjól með blautt hárið.Hailey Baldwin var í skemmtilegum samfesting sem vakti mikla lukku.Britney Spears var ekkert að taka alltof miklar áhættur en samt sem áður hitti hún naglann í höfuðið og var glæsileg sem aldrei fyrr.R&B söngkonan Tinashe var í afslöppuðu en samt elegant dressi. Það kemur einstaklega vel út hjá henni, sérstaklega með hárið tekið upp.Mæðgurnar Beyonce og Blue Ivy báru af á dreglinum góða. Beyoncé klæddist ljósbláum fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio.Myndir/Getty
Mest lesið Tveir dagar í viku án farða Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Dóttir Cindy Crawford landar sínum fyrsta sóló forsíðuþætti Glamour Stefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Glamour Louis Vuitton frumsýnir vorherferð sína Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Taylor Swift hæst launaða konan í tónlistarbransanum Glamour