Innlent

Ósáttir við LÍN-frumvarp

sveinn arnarsson skrifar
Læknanemar segja námslánafrumvarp menntamálaráðherra skerða hag þeirra.
Læknanemar segja námslánafrumvarp menntamálaráðherra skerða hag þeirra. Vísir/VIlhelm
Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Segja þau læknanema skarðan hlut frá borði ef frumvarpið verður að lögum.

Samkvæmt nýju lögunum mun endurgreiðsla námslána hefjast einu ári eftir námslok en námslok teljist frá þeim tíma sem námsmaður hættir að þiggja námslán LÍN. „Grafalvarlegt er ef umrædd grein verður að lögum þar sem sérnám í læknisfræði er ólánshæft nám. Í núverandi kerfi geta læknar í formlegu sérnámi frestað námslokum þar til sérnámi er lokið,“ segir í umsögn Félags læknanema.

Læknanemar gagnrýna einnig að námsstyrkur sé veittur í níu mánuði á ári því læknanámið sé oft næstum tíu mánuðir, lengra en annað nám við HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×