Innlent

Heimsfræg hollensk snekkja í Reykjavíkurhöfn

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Við gömlu höfnina í Reykjavík er nú bundin við landfestar heimsfræga snekkjan Dwinger sem tók tíu ár að smíða. Hún er með mastur eins og skúta og er þetta hæsta mastur á snekkju sinnar tegundar í heiminum. Fleyið er hér í stuttu stoppi á leið sinni til og frá Grænlandi.

Hvar liggja mörkin á milli snekkju og skútu? Dwinger er raunar heimsþekkt snekkja og er meira að segja með sína eigin heimasíðu. Mastrið á snekkjunni er það hæsta í heiminum á bát af þessari gerð. Smíði snekkjunnar hófst 2002 í Amsterdan og lauk ekki fyrr en áratug síðar en fleyið er skráð á hollenska fyrirtækið Victorius Shipping. Svartfjalllendingurinn Dejan Tesic er skipstjóri og stýrir förinni yfir Norður-Atlantshafið fyrir hönd eigandans.

Dejan segir að það hafi legið beinast við að heimsækja Ísland úr því þeir voru að fara til Grænlands. Eigandinn nýtur þess að sigla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×