Karl Garðarsson, þingmaður, og Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi kosningum. Lilja fer fyrir suðurhlutanum en Karl þeim nyrðri. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður, hafði einnig gefið kost á sér í fyrsta sæti. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.
Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins fer fram í dag. Lilja fékk ekkert mótframboð í Reykjavík suður og var því sjálfkjörin. Hinum megin hlaut Karl 57 prósent atkvæða en Þorsteinn 43 prósent.
Lilja og Karl leiða í Reykjavík
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
