Sport

Vilja fá 88 milljarða króna frá skattgreiðendum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona myndi heimavöllur Raiders í Las Vegas líta út. Hann kostar sitt.
Svona myndi heimavöllur Raiders í Las Vegas líta út. Hann kostar sitt.
Ef NFL-deildin á að mæta með lið til leiks í Las Vegas þá þurfa skattgreiðendur að borga fyrir.

Það hefur verið lengi í umræðunni að eigendur Oakland Raiders ætli að flytja félagið til Las Vegas.

Í gær sóttu eigendurnir síðan um höfundarrétt á nafninu Las Vegas Raiders. Það þýðir þó ekki að félagið sé á förum strax.

Fjárfestar í Las Vegas sem koma að þessu verkefni hafa tjáð yfirvöldum í Nevada-fylki að þeir þurfi 88 milljarða af opinberu fé svo hægt sé að byggja leikvang og meira til.

Þeir vilja ná í þessa peninga með hótelskatti meðal annars. Ef yfirvöld í Nevada samþykkja ekki tillöguna þá eru þessir fjárfestar hættir við.

Í janúar munu eigendur NFL-liðanna setjast niður og þá verður meðal annars rætt um mögulegan flutning á Raiders-liðinu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×