Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur R. 2-0 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2016 20:45 Garðar Gunnlaugsson hefur verið sjóðheitur í liði ÍA í sumar. vísir/anton Skagamenn lyftu sér upp í fjórða sætið með góðum 2-0 sigri á Víking Reykjavík í dag en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu tíu leikjum. Eftir að hafa lent í erfiðleikum í upphafi tímabilsins eru Skagamenn skyndilega í baráttunni um Evrópusæti en Valsmenn geta náð þriðja sætinu af ÍA með sigri gegn KR í kvöld. Garðar Bergmann Gunnlaugsson kom ÍA yfir á upphafsmínútunum með skallamarki og lagði síðan upp annað markið fyrir Tryggva Hrafn Haraldsson, hans fyrsta mark í efstu deild karla. Það var andleysi yfir Víkingsliðinu í dag og hengdu leikmenn liðsins snemma hausinn eftir að hafa lent 0-2 undir. Mátti ekki sjá baráttuanda í liðinu fyrr en þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Skagamenn gáfu engin færi á sér.Af hverju vann ÍA? Skagamenn fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Garðar kom þeim yfir á upphafsmínútunum en þá gátu leikmenn liðsins sest aðeins aftar á völlinn og beitt öflugum skyndisóknum. Fyrir utan stuttan kafla eftir mark Garðars ógnuðu Víkingar ekki marki Skagamanna og var því ekki ósanngjarnt að Skagamenn leiddu í hálfleik 2-0 eftir að Tryggvi bætti við öðru marki ÍA. Það var ekki fyrr en of seint var orðið að Víkingar fóru að sækja af einhverjum krafti. Frábær markvarsla Árna Snæs Ólafssonar þegar tíu mínútur voru til leiksloka gerði það að verkum að Víkingar komust aldrei aftur inn í leikinn.Þessir stóðu upp úr Garðar var Víkingum erfiður í dag en varnarmenn Víkings áttu fá svör við Garðari þegar boltinn var kominn í loftið og nýttu heimamenn sér það óspart, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var Tryggvi Hrafn sprækur á vinstri kantinum en á hinum kantinum var Þórður Þorsteinn Þórðarsson síógnandi með fyrirgjöfum sínum. Á miðjunni vann Guðmundur Böðvar Guðjónsson vinnu sína vel og var alltaf mættur á hárréttum tíma til að stöðva sóknir gestanna. Í liði Víkings var Vladimir Tufegdzic ógnandi fyrstu mínúturnar og þá átti Josip Fucek ágæta spretti á köflum í fyrri hálfleik en það var fljótt að fjara undan þeim.Hvað gekk vel? Skagamenn reyndu að sækja mikið niður hægri kantinn gegn Dofra Snorrasyni sem var spilað út úr stöðu í dag en fyrra markið kom einmitt eftir sendingu Þórðs Þorsteins. Eftir annað markið gátu Skagamenn fært sig aftar á völlinn en miðverðirnir tveir með Guðmund Böðvar Guðjónsson þar fyrir framan gáfu engin færi á sér í leiknum. Var ekki að sjá að liðið saknaði Ian Williamsson í leiknum í dag.Hvað gekk illa? Í raun er hægt að benda á alla sóknarlínu Víkings í þessu samhengi en fyrir utan stuttan kafla í upphafi leiks var ekki að sjá mikinn baráttuvilja hjá leikmönnum liðsins. Þar fyrir aftan áttu Igor Taskovic og Viktor Bjarki Arnarsson ekki sína bestu daga en liðið náði aldrei upp almennilegu spili. Þegar loksins tókst að koma boltanum á milli manna þá klikkaði sendinginn þegar komið var í álitlega stöðu. Það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok að Víkingar fóru að reyna af krafti að minnka muninn en það var einfaldlega of seint.Hvað gerist næst? ÍA á leik gegn Þrótturum í næstu umferð þar sem Skagamenn geta gengið langt með að fella Þróttara endanlega en stig myndi gera það að verkum að liðið væri búið að bæta stigafjölda síðasta tímabils. Liðið hlýtur að fara að huga að nýjum markmiðum í stað þess að hugsa um að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni á næsta tímabili en liðið hefur nú haldið hreinu þrjá leiki í röð og lagað um leið markatöluna um níu mörk. Víkingar eru aftur á móti komnir aftast í röðina fyrir ofan botnliðin fjögur, liðið er öruggt með sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili en það er áhyggjuefni hversu illa liðið mætti til leiks í jafn mikilvægum leik. Milos: Unnum ekki heimavinnuna okkar fyrir þennan leik„Um leið og við förum 500 metra frá Víkinni virðumst við eiga erfitt með að spila almennilegan fótbolta. Hvort það er loftið annarsstaðar eða ekki, ég veit það ekki en það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir leikinn. „Fyrir vikið fáum við flengingu hér í dag og þeir taka stigin þrjú verðskuldað. Við unnum ekki heimavinnuna okkar nægilega vel og pössum ekki upp á sennilega hættulegasta leikmann deildarinnar inn í teignum.“ Milos ræddi ESB-málin þegar hann var spurður hvers vegna leikmenn kæmu andlausir í leik sem skipti gríðarlegu máli upp á baráttuna um Evrópusæti. „Við erum svolítið eins og Íslendingar, það er mismunandi hvort við viljum vera með í Evrópu en það verða allir að róa í sömu átt til þess að við getum farið að gera atlögu að efstu sætunum,“ sagði Milos og bætti við: „Við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika í sumar, við höfum átt frábæra leiki og ömurlega leiki. Evrópusætið er að fara frá okkur en það eru fimmtán stig i pottinum og ef við náum að róa allir í sömu átt þá eigum við smá möguleika. Það verður erfitt en við eigum enn smá möguleika,“ sagði Milos að lokum. Jón Þór: Frábært að halda hreinu þriðja leikinn í röð„Við höfum verið virkilega öflugir upp á síðkastið og við erum að halda hreinu þriðja leikinn í röð sem er ánægjulegt,“ sagði Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, sigurreyfur að leikslokum. Ótrúlegur viðsnúningur hefur verið á gengi ÍA undanfarna tvo mánuði en eftir tap gegn Þrótt snemma í júní hefur liðið unnið átta leiki af tíu, þar af þrjá í röð. „Þetta hefur verið frábært hjá strákunum, liðið er samheldið en við keyrum þetta á gömlu tuggunni um að taka einn leik fyrir í einu. Það hefur gengið vel undanfarnar vikur og við keyrum áfram á því,“ sagði Jón Þór sem sagði Skagamenn vera nálægt markmiðinu sem sett var í vor. „Við erum einu stigi frá því að jafna við stigafjölda síðasta sumars en það var markmiðið fyrir sumarið. Við einbeitum okkur að því áður en við förum að setja okkur ný markmið.“ Skagamenn stýrðu leiknum allt frá marki Garðars í upphafi. „Við fáum virkilega gott mark þarna í upphafi og okkur tókst að fylgja því vel eftir. Við vorum með tök á leiknum allan leikinn og gerðum vel í því að loka á þá.“ Róbert: Eins og eistun okkar skreppi saman þegar við förum úr Víkinni„Við vorum staðráðnir að taka stigin þrjú í dag en vandræði okkar á útivöllum héldu áfram í dag,“ sagði Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkinga, svekktur að leikslokum eftir 0-2 tap Víkinga gegn ÍA í dag. „Við vissum það að okkur er búið að ganga illa á útivelli í sumar og það var það nákvæmlega sama upp á teningunum í dag. Það er eins og eistun okkar skreppi saman þegar við förum úr Víkinni sem er hræðilegt og ég kann ekki skýringu á.“ Víkingar lentu snemma undir og virtust varla með lífsmarki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. „Þeir voru að vinna mun meira fyrir þessu og tóku of marga seinni bolta. Það er búið að ganga mjög vel hjá Skaganum undanfarið og við vissum að þetta yrði erfiður völlur að koma á en við leyfum þeim samt að vinna mun fleiri seinni bolta,“ sagði Róbert. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Skagamenn lyftu sér upp í fjórða sætið með góðum 2-0 sigri á Víking Reykjavík í dag en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu tíu leikjum. Eftir að hafa lent í erfiðleikum í upphafi tímabilsins eru Skagamenn skyndilega í baráttunni um Evrópusæti en Valsmenn geta náð þriðja sætinu af ÍA með sigri gegn KR í kvöld. Garðar Bergmann Gunnlaugsson kom ÍA yfir á upphafsmínútunum með skallamarki og lagði síðan upp annað markið fyrir Tryggva Hrafn Haraldsson, hans fyrsta mark í efstu deild karla. Það var andleysi yfir Víkingsliðinu í dag og hengdu leikmenn liðsins snemma hausinn eftir að hafa lent 0-2 undir. Mátti ekki sjá baráttuanda í liðinu fyrr en þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Skagamenn gáfu engin færi á sér.Af hverju vann ÍA? Skagamenn fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Garðar kom þeim yfir á upphafsmínútunum en þá gátu leikmenn liðsins sest aðeins aftar á völlinn og beitt öflugum skyndisóknum. Fyrir utan stuttan kafla eftir mark Garðars ógnuðu Víkingar ekki marki Skagamanna og var því ekki ósanngjarnt að Skagamenn leiddu í hálfleik 2-0 eftir að Tryggvi bætti við öðru marki ÍA. Það var ekki fyrr en of seint var orðið að Víkingar fóru að sækja af einhverjum krafti. Frábær markvarsla Árna Snæs Ólafssonar þegar tíu mínútur voru til leiksloka gerði það að verkum að Víkingar komust aldrei aftur inn í leikinn.Þessir stóðu upp úr Garðar var Víkingum erfiður í dag en varnarmenn Víkings áttu fá svör við Garðari þegar boltinn var kominn í loftið og nýttu heimamenn sér það óspart, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var Tryggvi Hrafn sprækur á vinstri kantinum en á hinum kantinum var Þórður Þorsteinn Þórðarsson síógnandi með fyrirgjöfum sínum. Á miðjunni vann Guðmundur Böðvar Guðjónsson vinnu sína vel og var alltaf mættur á hárréttum tíma til að stöðva sóknir gestanna. Í liði Víkings var Vladimir Tufegdzic ógnandi fyrstu mínúturnar og þá átti Josip Fucek ágæta spretti á köflum í fyrri hálfleik en það var fljótt að fjara undan þeim.Hvað gekk vel? Skagamenn reyndu að sækja mikið niður hægri kantinn gegn Dofra Snorrasyni sem var spilað út úr stöðu í dag en fyrra markið kom einmitt eftir sendingu Þórðs Þorsteins. Eftir annað markið gátu Skagamenn fært sig aftar á völlinn en miðverðirnir tveir með Guðmund Böðvar Guðjónsson þar fyrir framan gáfu engin færi á sér í leiknum. Var ekki að sjá að liðið saknaði Ian Williamsson í leiknum í dag.Hvað gekk illa? Í raun er hægt að benda á alla sóknarlínu Víkings í þessu samhengi en fyrir utan stuttan kafla í upphafi leiks var ekki að sjá mikinn baráttuvilja hjá leikmönnum liðsins. Þar fyrir aftan áttu Igor Taskovic og Viktor Bjarki Arnarsson ekki sína bestu daga en liðið náði aldrei upp almennilegu spili. Þegar loksins tókst að koma boltanum á milli manna þá klikkaði sendinginn þegar komið var í álitlega stöðu. Það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok að Víkingar fóru að reyna af krafti að minnka muninn en það var einfaldlega of seint.Hvað gerist næst? ÍA á leik gegn Þrótturum í næstu umferð þar sem Skagamenn geta gengið langt með að fella Þróttara endanlega en stig myndi gera það að verkum að liðið væri búið að bæta stigafjölda síðasta tímabils. Liðið hlýtur að fara að huga að nýjum markmiðum í stað þess að hugsa um að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni á næsta tímabili en liðið hefur nú haldið hreinu þrjá leiki í röð og lagað um leið markatöluna um níu mörk. Víkingar eru aftur á móti komnir aftast í röðina fyrir ofan botnliðin fjögur, liðið er öruggt með sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili en það er áhyggjuefni hversu illa liðið mætti til leiks í jafn mikilvægum leik. Milos: Unnum ekki heimavinnuna okkar fyrir þennan leik„Um leið og við förum 500 metra frá Víkinni virðumst við eiga erfitt með að spila almennilegan fótbolta. Hvort það er loftið annarsstaðar eða ekki, ég veit það ekki en það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir leikinn. „Fyrir vikið fáum við flengingu hér í dag og þeir taka stigin þrjú verðskuldað. Við unnum ekki heimavinnuna okkar nægilega vel og pössum ekki upp á sennilega hættulegasta leikmann deildarinnar inn í teignum.“ Milos ræddi ESB-málin þegar hann var spurður hvers vegna leikmenn kæmu andlausir í leik sem skipti gríðarlegu máli upp á baráttuna um Evrópusæti. „Við erum svolítið eins og Íslendingar, það er mismunandi hvort við viljum vera með í Evrópu en það verða allir að róa í sömu átt til þess að við getum farið að gera atlögu að efstu sætunum,“ sagði Milos og bætti við: „Við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika í sumar, við höfum átt frábæra leiki og ömurlega leiki. Evrópusætið er að fara frá okkur en það eru fimmtán stig i pottinum og ef við náum að róa allir í sömu átt þá eigum við smá möguleika. Það verður erfitt en við eigum enn smá möguleika,“ sagði Milos að lokum. Jón Þór: Frábært að halda hreinu þriðja leikinn í röð„Við höfum verið virkilega öflugir upp á síðkastið og við erum að halda hreinu þriðja leikinn í röð sem er ánægjulegt,“ sagði Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, sigurreyfur að leikslokum. Ótrúlegur viðsnúningur hefur verið á gengi ÍA undanfarna tvo mánuði en eftir tap gegn Þrótt snemma í júní hefur liðið unnið átta leiki af tíu, þar af þrjá í röð. „Þetta hefur verið frábært hjá strákunum, liðið er samheldið en við keyrum þetta á gömlu tuggunni um að taka einn leik fyrir í einu. Það hefur gengið vel undanfarnar vikur og við keyrum áfram á því,“ sagði Jón Þór sem sagði Skagamenn vera nálægt markmiðinu sem sett var í vor. „Við erum einu stigi frá því að jafna við stigafjölda síðasta sumars en það var markmiðið fyrir sumarið. Við einbeitum okkur að því áður en við förum að setja okkur ný markmið.“ Skagamenn stýrðu leiknum allt frá marki Garðars í upphafi. „Við fáum virkilega gott mark þarna í upphafi og okkur tókst að fylgja því vel eftir. Við vorum með tök á leiknum allan leikinn og gerðum vel í því að loka á þá.“ Róbert: Eins og eistun okkar skreppi saman þegar við förum úr Víkinni„Við vorum staðráðnir að taka stigin þrjú í dag en vandræði okkar á útivöllum héldu áfram í dag,“ sagði Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkinga, svekktur að leikslokum eftir 0-2 tap Víkinga gegn ÍA í dag. „Við vissum það að okkur er búið að ganga illa á útivelli í sumar og það var það nákvæmlega sama upp á teningunum í dag. Það er eins og eistun okkar skreppi saman þegar við förum úr Víkinni sem er hræðilegt og ég kann ekki skýringu á.“ Víkingar lentu snemma undir og virtust varla með lífsmarki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. „Þeir voru að vinna mun meira fyrir þessu og tóku of marga seinni bolta. Það er búið að ganga mjög vel hjá Skaganum undanfarið og við vissum að þetta yrði erfiður völlur að koma á en við leyfum þeim samt að vinna mun fleiri seinni bolta,“ sagði Róbert.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira