Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi guðsteinn bjarnason skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Íbúar Kólumbíu fylgdust með beinni útsendingu frá Havana á Kúbu þegar samningarnir voru undirritaðir. Fréttablaðið/EPA „Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira