Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi guðsteinn bjarnason skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Íbúar Kólumbíu fylgdust með beinni útsendingu frá Havana á Kúbu þegar samningarnir voru undirritaðir. Fréttablaðið/EPA „Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
„Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira