Þrettándu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum.
Stjarnan náði fimm stiga forskoti á toppnum með 2-1 sigri á ÍBV á heimavelli.
Liðið í 2. sæti, Breiðablik, gerði hins vegar markalaust jafntefli við Selfoss í leik sem fór fram 4. ágúst vegna þátttöku Blika í Meistaradeild Evrópu.
Valur rúllaði yfir FH, Fylkir bar sigurorð af ÍA og Þór/KA vann KR sem er búið að tapa sjö leikjum í röð.
Alls voru níu mörk skoruð í 13. umferðinni en þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi-mörk kvenna: Öll mörkin úr 13. umferðinni | Myndband
Tengdar fréttir

Pepsi-mörk kvenna: KR í frjálsu falli
Slæm staða KR var til umræðu í Pepsi-mörkum kvenna.