Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2016 15:16 Þórður sagði í stöðuuppfærslu á Facebook að hann hefði fengið nokkra vini og ættingja til að kjósa sig. Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar sem að regla sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en eftir að smölun lauk hefur það engin áhrif. Framkvæmd prófkjörsins var kærð af framkvæmdastjóra Pírata og kosningastjóra flokksins. Þeir kölluðu eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort Þórður hefði gerst sekur um smölun eftir að umræður þess efnis spruttu upp á Pírataspjallinu.Sjá einnig:Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Úrskurðarnefndin leitaði álits kerfisstjóra Pírata en hann taldi ýmislegt benda til þess að Þórður hefði smalað fólki. Meðal þess var að af þeim 95 sem greiddu atkvæði voru átján sem settu Þórð í fyrsta sæti en röðuðu engum öðrum. Í stöðufærslu á Facebook viðurkenndi Þórður einnig að hafa fengið systkin sín auk tuttugu til þrjátíu aðra til að skrá sig og kjósa sig. Taldi úrskurðarnefndin því að um kosningasmölun hefði verið að ræða. „Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Þessar reglur voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt. Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar.“ Af þeim sökum braut Þórður ekki af sér. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var landskosningu Pírata, um staðfestingu listans, slegið á frest. Þeirri frestun hefur nú verið aflétt. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar sem að regla sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en eftir að smölun lauk hefur það engin áhrif. Framkvæmd prófkjörsins var kærð af framkvæmdastjóra Pírata og kosningastjóra flokksins. Þeir kölluðu eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort Þórður hefði gerst sekur um smölun eftir að umræður þess efnis spruttu upp á Pírataspjallinu.Sjá einnig:Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Úrskurðarnefndin leitaði álits kerfisstjóra Pírata en hann taldi ýmislegt benda til þess að Þórður hefði smalað fólki. Meðal þess var að af þeim 95 sem greiddu atkvæði voru átján sem settu Þórð í fyrsta sæti en röðuðu engum öðrum. Í stöðufærslu á Facebook viðurkenndi Þórður einnig að hafa fengið systkin sín auk tuttugu til þrjátíu aðra til að skrá sig og kjósa sig. Taldi úrskurðarnefndin því að um kosningasmölun hefði verið að ræða. „Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Þessar reglur voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt. Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar.“ Af þeim sökum braut Þórður ekki af sér. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var landskosningu Pírata, um staðfestingu listans, slegið á frest. Þeirri frestun hefur nú verið aflétt.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira