Siðareglur líkamsræktarstöðvarinnar Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2016 13:15 Ekki öskra á meðan þú gerir sitjandi curls. Vísir/Getty Það getur verið hræðandi að koma inn á líkamsræktarstöð í fyrsta sinn. Þarna er fullt af fólki í alls konar undarlegum stellingum að gera hluti sem sumir hafa aldrei séð framkvæmda áður og ekki einu sinni gert sér í hugarlund af hverju einhver ætti að vilja framkvæma téða hluti. Sveitt fólk öskrandi og æpandi og mörg tonn af járnum að skella í gólfinu svo allt leikur á reiðiskjálfi. Þetta er þó ekkert miðað við allar óskrifuðu reglurnar sem gilda á líkamsræktarstöðvunum – fyrir að brjóta þær er refsingin miklu verri en hver hefðbundin refsing réttarríkisins, nefnilega illt auga og möguleg félagsleg útskúfun. Við skulum líta aðeins á þessar reglur. 1. Taka saman eftir sig Þetta er ekki flókin regla og frekar augljós, en ástandið í flestum líkamsræktarstöðvum segir aðra sögu. Málið er að þegar þú ert búin/n að nota búnað í ræktinni áttu að skila honum á sinn stað/þangað sem þú náðir í hann. Það er argasti dónaskapur að láta þann næsta ganga frá eftir þig eða að skilja lóð eftir þannig að fólk þurfi að leita þau uppi. Það á ekki að þurfa mynd af Bjössa í World Class með krosslagða arma til að fólk átti sig á þessu.2. Þurrka upp svitapollinn Það er yfirleitt alltaf hægt að fá handklæði í líkamsræktarstöðvum og ástæðan fyrir því er sú að meirihluti fólks í gymminu er eðli málsins samkvæmt að fara að rennsvitna yfir allt og alla og því þurfa allir að þurrka upp eftir sig. Pollur af annarra manna svita er ekki eitthvað sem fólk vill þurfa að athafna sig í – jafnvel þó að í svita séu alls kyns hormónar.3. Ekki stynja of mikið Átökum fylgja stundum búkhljóð en þessar stunur sem gæinn í upphitunarsettinu sínu af curls er að gefa frá sér eru mjög stórt vandamál fyrir okkur hin og valda hugrenningatengslum sem enginn á að þurfa að búa við í líkamsræktarstöð. Öskur eru eiginlega ekki í lagi nema að þú sért að toga upp metþyngd í réttstöðulyftu.4. Bannað að nota mörg tæki í einu og taka frá Ef líkamsræktarstöðin er nánast tóm er allt í góðu að gera margt í einu með mörgum lóðum og teygjum og pöllum og öllu þessu – svona ef það er af einhverjum ástæðum það sem þú vilt gera. En það er gjörsamlega óþolandi fyrir alla ef þú ert að hlaupa á milli handlóða, í bekk og hnébeygjurekkann og tekur síðan langar hvíldartarnir á milli allra þessara átakamiklu setta sem þú eyðir svo aðallega í að banna fólki að nota allt dótið sem þú ert með í gíslingu. Einnig er illa séð að taka frá tæki í lengri tíma á meðan þú ert að spjalla við kunningja eða í símanum – klósettferðir sleppa.5. Og síminn Talandi um símann, þá er fáránleg hegðun að ganga um líkamsræktarstöð talandi hástöfum í símann. Flestar líkamsræktarstöðvar takmarka símanotkun að einhverju leyti, sérstaklega myndatöku, og það er auð- vitað rugl að taka sjálfu inni í sal og hvað þá myndir af ókunnugu kafrjóðu og sveittu fólki í misgóðu líkamlegu formi. Margir nota samt alls kyns öpp í símanum í ræktinni og hlusta á tónlist – það er í lagi.6. Klefinn er ekki herbergið þitt Sveitt föt, sveittar nærbuxur og sveittar töskur eiga ekki að vera úti um allt. Sumir virðast hoppa úr fötunum inni í klefa og kasta þeim út um allt – svona eins og manneskjan hafi sprungið í loft upp og ekki skilið neitt eftir nema ræktarfötin. Það er fólk sem vill mögulega nota bekkina til að sitja á, til dæmis eldri borgarar og/eða fólk sem var að taka gríðarlega þungar hnébeygjur.7. Spyrja hvort þú megir taka á milli og mikilvægi þess að fara í rétta röð Í troðfullri líkamsræktarstöðinni er mjög mikilvægt að á stöðum eins og bekk, beygjurekka og fleirum ríki ákveðin samstaða og að það sé hægt að fá að koma á milli setta. Að sama skapi er oft röð í tæki og þá skiptir máli að hún sé rétt – það er að segja að sá sem er fyrstur í röðinni sé það í raun og veru. Þetta hljómar mjög einfalt en stundum virðist ríkja misskilningur um að það sé hægt að „hleypa“ vinum sínum eða „arfleiða“ þá að tækinu sem þú ert í þó að það séu hundrað aðrir að bíða. Pro tip: til að það sé enginn vafi um hver sé fremstur í röðinni er gott að spyrja manneskjuna sem er að nota tækið hvort að það sé „mikið eftir“ og þá ættu skilaboðin um að þú sért að bíða að vera komin til skila. Ef einhver bíður eftir tækinu er mikilvægt að hleypa næsta að og passa að enginn annar troði sér fram fyrir – þannig getum við skapað betri heim saman og komið á heimsfriði. Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það getur verið hræðandi að koma inn á líkamsræktarstöð í fyrsta sinn. Þarna er fullt af fólki í alls konar undarlegum stellingum að gera hluti sem sumir hafa aldrei séð framkvæmda áður og ekki einu sinni gert sér í hugarlund af hverju einhver ætti að vilja framkvæma téða hluti. Sveitt fólk öskrandi og æpandi og mörg tonn af járnum að skella í gólfinu svo allt leikur á reiðiskjálfi. Þetta er þó ekkert miðað við allar óskrifuðu reglurnar sem gilda á líkamsræktarstöðvunum – fyrir að brjóta þær er refsingin miklu verri en hver hefðbundin refsing réttarríkisins, nefnilega illt auga og möguleg félagsleg útskúfun. Við skulum líta aðeins á þessar reglur. 1. Taka saman eftir sig Þetta er ekki flókin regla og frekar augljós, en ástandið í flestum líkamsræktarstöðvum segir aðra sögu. Málið er að þegar þú ert búin/n að nota búnað í ræktinni áttu að skila honum á sinn stað/þangað sem þú náðir í hann. Það er argasti dónaskapur að láta þann næsta ganga frá eftir þig eða að skilja lóð eftir þannig að fólk þurfi að leita þau uppi. Það á ekki að þurfa mynd af Bjössa í World Class með krosslagða arma til að fólk átti sig á þessu.2. Þurrka upp svitapollinn Það er yfirleitt alltaf hægt að fá handklæði í líkamsræktarstöðvum og ástæðan fyrir því er sú að meirihluti fólks í gymminu er eðli málsins samkvæmt að fara að rennsvitna yfir allt og alla og því þurfa allir að þurrka upp eftir sig. Pollur af annarra manna svita er ekki eitthvað sem fólk vill þurfa að athafna sig í – jafnvel þó að í svita séu alls kyns hormónar.3. Ekki stynja of mikið Átökum fylgja stundum búkhljóð en þessar stunur sem gæinn í upphitunarsettinu sínu af curls er að gefa frá sér eru mjög stórt vandamál fyrir okkur hin og valda hugrenningatengslum sem enginn á að þurfa að búa við í líkamsræktarstöð. Öskur eru eiginlega ekki í lagi nema að þú sért að toga upp metþyngd í réttstöðulyftu.4. Bannað að nota mörg tæki í einu og taka frá Ef líkamsræktarstöðin er nánast tóm er allt í góðu að gera margt í einu með mörgum lóðum og teygjum og pöllum og öllu þessu – svona ef það er af einhverjum ástæðum það sem þú vilt gera. En það er gjörsamlega óþolandi fyrir alla ef þú ert að hlaupa á milli handlóða, í bekk og hnébeygjurekkann og tekur síðan langar hvíldartarnir á milli allra þessara átakamiklu setta sem þú eyðir svo aðallega í að banna fólki að nota allt dótið sem þú ert með í gíslingu. Einnig er illa séð að taka frá tæki í lengri tíma á meðan þú ert að spjalla við kunningja eða í símanum – klósettferðir sleppa.5. Og síminn Talandi um símann, þá er fáránleg hegðun að ganga um líkamsræktarstöð talandi hástöfum í símann. Flestar líkamsræktarstöðvar takmarka símanotkun að einhverju leyti, sérstaklega myndatöku, og það er auð- vitað rugl að taka sjálfu inni í sal og hvað þá myndir af ókunnugu kafrjóðu og sveittu fólki í misgóðu líkamlegu formi. Margir nota samt alls kyns öpp í símanum í ræktinni og hlusta á tónlist – það er í lagi.6. Klefinn er ekki herbergið þitt Sveitt föt, sveittar nærbuxur og sveittar töskur eiga ekki að vera úti um allt. Sumir virðast hoppa úr fötunum inni í klefa og kasta þeim út um allt – svona eins og manneskjan hafi sprungið í loft upp og ekki skilið neitt eftir nema ræktarfötin. Það er fólk sem vill mögulega nota bekkina til að sitja á, til dæmis eldri borgarar og/eða fólk sem var að taka gríðarlega þungar hnébeygjur.7. Spyrja hvort þú megir taka á milli og mikilvægi þess að fara í rétta röð Í troðfullri líkamsræktarstöðinni er mjög mikilvægt að á stöðum eins og bekk, beygjurekka og fleirum ríki ákveðin samstaða og að það sé hægt að fá að koma á milli setta. Að sama skapi er oft röð í tæki og þá skiptir máli að hún sé rétt – það er að segja að sá sem er fyrstur í röðinni sé það í raun og veru. Þetta hljómar mjög einfalt en stundum virðist ríkja misskilningur um að það sé hægt að „hleypa“ vinum sínum eða „arfleiða“ þá að tækinu sem þú ert í þó að það séu hundrað aðrir að bíða. Pro tip: til að það sé enginn vafi um hver sé fremstur í röðinni er gott að spyrja manneskjuna sem er að nota tækið hvort að það sé „mikið eftir“ og þá ættu skilaboðin um að þú sért að bíða að vera komin til skila. Ef einhver bíður eftir tækinu er mikilvægt að hleypa næsta að og passa að enginn annar troði sér fram fyrir – þannig getum við skapað betri heim saman og komið á heimsfriði.
Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira