Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 18:49 Teikning sem sýnir útsýnið af yfirborði reikistjörnunnar Proxima b sem er á braut um rauðu dvergstjörnuna Proxima Centauri, nálægustu stjörnu við sólkerfið okkar. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki. Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki.
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira