Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Una Sighvatsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:00 París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira