Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Una Sighvatsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:00 París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira