Litið í eigin barm Páll Harðarson og Baldur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. Helgi ræðir markaðsmisnotkunarmál Landsbankans í þessu samhengi en umbjóðandi hans var dæmdur í Hæstarétti í því máli. Helgi líkir eftirliti Kauphallarinnar við flugumferðarstjóra sem setji flugstjórum viðmið um eftir hvaða leiðum þeir megi fljúga. Þannig hafi Kauphöllin auga með verðbréfamiðlurum og setji þeim viðmið um hvað þeim sé heimilt og hvað ekki. Kauphöllin hafi frá stofnun og til haustsins 2008 heimilað að farið væri eftir ákveðnum leiðum. Þessi samlíking er villandi. Það er ekki hlutverk Kauphallarinnar að skoða forsendur tilboða eða viðskipta og veita samþykki fyrir þeim. Samkvæmt reglum Kauphallarinnar er það á ábyrgð miðlara að allar færslur séu í samræmi við lög og reglur. Nærtækara væri að líkja hlutverki Kauphallarinnar við eftirlit lögreglunnar með umferð. Ökumenn fá ekki staðfestingu á því að þeir megi aka á tilteknum hraða heldur er það á þeirra ábyrgð að aka löglega. Lögreglan beitir síðan sínum eftirlitsúrræðum og grípur inn í, verði hún vör við lögbrot. Ökumaður sem er gripinn yfir löglegum hámarkshraða getur ekki borið fyrir sig að hafa alltaf keyrt á þeim hraða og séð aðra gera það líka, án athugasemda frá lögreglunni. Það er líka rangt að sú háttsemi sem dómur Hæstaréttar í umræddu máli nær til hafi verið við lýði allt frá stofnun markaða til haustsins 2008. Afar skýr skil verða í nóvember 2007. Frá þeim tíma og fram að falli Landsbankans voru kaup hans langt umfram sölu í pöruðum viðskiptum (rafræn pörun kaup- og sölutilboða) eða samtals um 47,2% af allri veltu í slíkum viðskiptum. Fram að þeim tíma voru kaup Landsbankans „oft lítil […] miðað við það sem síðar varð“, eins og segir í dóminum.[1] Af grein Helga má ráða að í gögnum markaðsmisnotkunarmáls Landsbankans hafi komið fram að starfsmenn Kauphallarinnar hefðu talið aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti þrifist hlutabréfamarkaður. Starfsfólk Kauphallarinnar hefur aldrei haldið slíku fram.[1] Þessa þróun má sjá myndrænt á mynd 30 í 4. hefti skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði.Alrangt Helgi fullyrðir jafnframt að Kauphöllin hafi í bréfi til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2011 ekki talið ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans. Þetta er alrangt. Í bréfinu taldi Kauphöllin þvert á móti viðskiptahættina stangast á við lög enda var það hún sem uppgötvaði málið og kom því til Fjármálaeftirlitsins. Útskýrir Kauphöllin ítarlega hvers vegna viðskiptahættir eigin viðskipta Landsbankans voru henni huldir svona lengi. Við greiningu á viðskiptum bankanna haustið 2008 blasti ekki við að Landsbankinn hefði verið umfangsmikill kaupandi eigin hlutabréfa í pöruðum viðskiptum. Önnur viðskipti bankans skekktu myndina og leggja þurfti í nokkra greiningu áður en málavextir tóku að skýrast. Niðurstaðan var alvarlegri en nokkurn hafði grunað. Helgi gefur í skyn að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna framkvæmd innan Evrópu og að markmiðið hafi verið að tryggja „hnökralausa verðmyndun“. Þetta er einnig rangt. Ekkert bendir til þess að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna markaðsframkvæmd í Evrópu. Kauphöllin hefur haldið kynningu á kaupum bankanna á eigin hlutabréfum fyrir lykilstarfsmenn eftirlitseininga stærstu kauphalla í heimi ásamt opinberum eftirlitsaðilum. Var samdóma álit áheyrenda að umræddir viðskiptahættir fælu í sér skýrar vísbendingar um markaðsmisnotkun. Þá ætti aðili sem hyggst tryggja hnökralausa verðmyndun og sjá til þess að fjárfestar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf að haga tilboðum sínum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á verð. Fjarstæðukennt er að halda því fram að Landsbankinn hafi hegðað sér þannig, enda var hann umfangsmesti kaupandi eigin hlutabréfa í tilboðabók Kauphallarinnar í marga mánuði en seldi nánast aldrei. Ef skráð félag hyggst kaupa til baka eigin bréf á markaði getur það fylgt endurkaupaáætlun. Eiga þá ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun ekki við að því gefnu að endurkaupaáætlunin uppfylli ströng skilyrði um framkvæmd viðskiptanna, svo sem um hámarksverð, magn og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu átti við um viðskipti Landsbankans. Í lok greinarinnar nefnir Helgi að e.t.v. ætti Kauphöllin að líta í eigin barm í stað þess að beina sjónum sínum að þeim sem dæmdir hafa verið fyrir refsiverða háttsemi á verðbréfamarkaði.Fagnar ábendingum Kauphöllin fagnar ábendingum sem styrkja starfshætti hennar og efla verðbréfamarkaðinn. Kauphöllin sá fullt tilefni til að líta í eigin barm og hefur hún dregið lærdóm af þeim málum sem upp komu. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi, innri verkferlum og eftirlitshugbúnaði svo mögulegt sé að uppgötva slík mál fyrr eða jafnvel fyrirbyggja þau. Samstarf við Fjármálaeftirlitið hefur einnig verið eflt. Þessi mál voru óvenjuleg og kölluðu á afar sértæka greiningu, sem eftirlitsaðilar á verðbréfamörkuðum framkvæmdu ekki að jafnaði á þessum árum. Þess vegna hefur verið lögð aukin áhersla á að greina aðstæður með víðsýni að leiðarljósi, til þess að geta brugðist rétt og örugglega við hverjum þeim óvenjulegu aðstæðum sem komið gætu upp í framtíðinni. Afleiðingar brota af því tagi sem hér um ræðir geta verið mjög alvarlegar. Í dómi Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans segir: „Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár.“ Orkunni er betur varið í að fyrirbyggja að svo alvarleg brot endurtaki sig en að réttlæta viðskiptahætti sem ollu stórkostlegu tjóni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. Helgi ræðir markaðsmisnotkunarmál Landsbankans í þessu samhengi en umbjóðandi hans var dæmdur í Hæstarétti í því máli. Helgi líkir eftirliti Kauphallarinnar við flugumferðarstjóra sem setji flugstjórum viðmið um eftir hvaða leiðum þeir megi fljúga. Þannig hafi Kauphöllin auga með verðbréfamiðlurum og setji þeim viðmið um hvað þeim sé heimilt og hvað ekki. Kauphöllin hafi frá stofnun og til haustsins 2008 heimilað að farið væri eftir ákveðnum leiðum. Þessi samlíking er villandi. Það er ekki hlutverk Kauphallarinnar að skoða forsendur tilboða eða viðskipta og veita samþykki fyrir þeim. Samkvæmt reglum Kauphallarinnar er það á ábyrgð miðlara að allar færslur séu í samræmi við lög og reglur. Nærtækara væri að líkja hlutverki Kauphallarinnar við eftirlit lögreglunnar með umferð. Ökumenn fá ekki staðfestingu á því að þeir megi aka á tilteknum hraða heldur er það á þeirra ábyrgð að aka löglega. Lögreglan beitir síðan sínum eftirlitsúrræðum og grípur inn í, verði hún vör við lögbrot. Ökumaður sem er gripinn yfir löglegum hámarkshraða getur ekki borið fyrir sig að hafa alltaf keyrt á þeim hraða og séð aðra gera það líka, án athugasemda frá lögreglunni. Það er líka rangt að sú háttsemi sem dómur Hæstaréttar í umræddu máli nær til hafi verið við lýði allt frá stofnun markaða til haustsins 2008. Afar skýr skil verða í nóvember 2007. Frá þeim tíma og fram að falli Landsbankans voru kaup hans langt umfram sölu í pöruðum viðskiptum (rafræn pörun kaup- og sölutilboða) eða samtals um 47,2% af allri veltu í slíkum viðskiptum. Fram að þeim tíma voru kaup Landsbankans „oft lítil […] miðað við það sem síðar varð“, eins og segir í dóminum.[1] Af grein Helga má ráða að í gögnum markaðsmisnotkunarmáls Landsbankans hafi komið fram að starfsmenn Kauphallarinnar hefðu talið aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti þrifist hlutabréfamarkaður. Starfsfólk Kauphallarinnar hefur aldrei haldið slíku fram.[1] Þessa þróun má sjá myndrænt á mynd 30 í 4. hefti skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði.Alrangt Helgi fullyrðir jafnframt að Kauphöllin hafi í bréfi til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2011 ekki talið ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans. Þetta er alrangt. Í bréfinu taldi Kauphöllin þvert á móti viðskiptahættina stangast á við lög enda var það hún sem uppgötvaði málið og kom því til Fjármálaeftirlitsins. Útskýrir Kauphöllin ítarlega hvers vegna viðskiptahættir eigin viðskipta Landsbankans voru henni huldir svona lengi. Við greiningu á viðskiptum bankanna haustið 2008 blasti ekki við að Landsbankinn hefði verið umfangsmikill kaupandi eigin hlutabréfa í pöruðum viðskiptum. Önnur viðskipti bankans skekktu myndina og leggja þurfti í nokkra greiningu áður en málavextir tóku að skýrast. Niðurstaðan var alvarlegri en nokkurn hafði grunað. Helgi gefur í skyn að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna framkvæmd innan Evrópu og að markmiðið hafi verið að tryggja „hnökralausa verðmyndun“. Þetta er einnig rangt. Ekkert bendir til þess að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna markaðsframkvæmd í Evrópu. Kauphöllin hefur haldið kynningu á kaupum bankanna á eigin hlutabréfum fyrir lykilstarfsmenn eftirlitseininga stærstu kauphalla í heimi ásamt opinberum eftirlitsaðilum. Var samdóma álit áheyrenda að umræddir viðskiptahættir fælu í sér skýrar vísbendingar um markaðsmisnotkun. Þá ætti aðili sem hyggst tryggja hnökralausa verðmyndun og sjá til þess að fjárfestar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf að haga tilboðum sínum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á verð. Fjarstæðukennt er að halda því fram að Landsbankinn hafi hegðað sér þannig, enda var hann umfangsmesti kaupandi eigin hlutabréfa í tilboðabók Kauphallarinnar í marga mánuði en seldi nánast aldrei. Ef skráð félag hyggst kaupa til baka eigin bréf á markaði getur það fylgt endurkaupaáætlun. Eiga þá ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun ekki við að því gefnu að endurkaupaáætlunin uppfylli ströng skilyrði um framkvæmd viðskiptanna, svo sem um hámarksverð, magn og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu átti við um viðskipti Landsbankans. Í lok greinarinnar nefnir Helgi að e.t.v. ætti Kauphöllin að líta í eigin barm í stað þess að beina sjónum sínum að þeim sem dæmdir hafa verið fyrir refsiverða háttsemi á verðbréfamarkaði.Fagnar ábendingum Kauphöllin fagnar ábendingum sem styrkja starfshætti hennar og efla verðbréfamarkaðinn. Kauphöllin sá fullt tilefni til að líta í eigin barm og hefur hún dregið lærdóm af þeim málum sem upp komu. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi, innri verkferlum og eftirlitshugbúnaði svo mögulegt sé að uppgötva slík mál fyrr eða jafnvel fyrirbyggja þau. Samstarf við Fjármálaeftirlitið hefur einnig verið eflt. Þessi mál voru óvenjuleg og kölluðu á afar sértæka greiningu, sem eftirlitsaðilar á verðbréfamörkuðum framkvæmdu ekki að jafnaði á þessum árum. Þess vegna hefur verið lögð aukin áhersla á að greina aðstæður með víðsýni að leiðarljósi, til þess að geta brugðist rétt og örugglega við hverjum þeim óvenjulegu aðstæðum sem komið gætu upp í framtíðinni. Afleiðingar brota af því tagi sem hér um ræðir geta verið mjög alvarlegar. Í dómi Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans segir: „Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár.“ Orkunni er betur varið í að fyrirbyggja að svo alvarleg brot endurtaki sig en að réttlæta viðskiptahætti sem ollu stórkostlegu tjóni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun