Mikil fækkun ferðamanna í París Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2016 13:14 Við bakka Signu í frönsku höfuðborginni París. Vísir/Getty Hryðjuverkaárásir, tíð verkföll og flóð hafa meðal annars leitt til að fjöldi ferðamanna sem hafa lagt leið sína til frönsku höfuðborgarinnar Parísar hefur verulega dregist saman. Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Áætlað er að um sextán milljónir ferðamanna leggi leið sína til Parísar á hverju ári og er borgin einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heimi.Í frétt BBC kemur fram að borgin verði af um 100 milljörðum króna vegna fækkunarinnar. Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þannig vinna um hálf milljón manna í ferðaþjónustu í Ile-de-France héraði, þar sem París er meðal annars að finna. Ferðamönnum fækkaði nokkuð eftir að íslamskir hryðjuverkamenn bönuðu 130 manns í samhæfðum árásum í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tölum frá ferðamálayfirvöldum í héraðinu hefur ferðamönnum frá Japan fækkað um 46,2 prósent á milli ára, ferðamönnum frá Rússlandi um 35 prósent og ferðamönnum frá Kína um tæp tuttugu prósent. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hryðjuverkaárásir, tíð verkföll og flóð hafa meðal annars leitt til að fjöldi ferðamanna sem hafa lagt leið sína til frönsku höfuðborgarinnar Parísar hefur verulega dregist saman. Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Áætlað er að um sextán milljónir ferðamanna leggi leið sína til Parísar á hverju ári og er borgin einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heimi.Í frétt BBC kemur fram að borgin verði af um 100 milljörðum króna vegna fækkunarinnar. Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þannig vinna um hálf milljón manna í ferðaþjónustu í Ile-de-France héraði, þar sem París er meðal annars að finna. Ferðamönnum fækkaði nokkuð eftir að íslamskir hryðjuverkamenn bönuðu 130 manns í samhæfðum árásum í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tölum frá ferðamálayfirvöldum í héraðinu hefur ferðamönnum frá Japan fækkað um 46,2 prósent á milli ára, ferðamönnum frá Rússlandi um 35 prósent og ferðamönnum frá Kína um tæp tuttugu prósent.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira