Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 11:15 Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð. Fréttir af flugi Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð.
Fréttir af flugi Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira