Ráðist var á dóttur Söru: „Óþolandi samfélag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 10:58 Móðir stúlkunnar segir það óþolandi að stúlkur þurfi að hræðast árásir á götum úti. Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira