Á annað hundrað þúsund manns á Menningarnótt Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. ágúst 2016 09:21 Myndin er gömul en sem fyrr var flugeldasýningin einn af hátindum hátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“ Menningarnótt Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Fleiri fréttir Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Sjá meira
Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“
Menningarnótt Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Fleiri fréttir Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Sjá meira