Erlent

Börn í Danmörku fjarlægð úr skólum tengdum Gulen

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint en hún sýnir samstöðu Dana eftir skotárásina í fyrra.
Myndin tengist fréttinni ekki beint en hún sýnir samstöðu Dana eftir skotárásina í fyrra. Vísir/Getty
Rúmlega 350 börn í Danmörku af tyrkneskum uppruna hafa verið dregin úr einkaskólum sem  byggja á stefnu klerksins Fetullah Gulen sem Erdogan forseti Tyrklands hefur sakað um að hafa verið á bakvið valdaránstilraunina í síðasta mánuði.

Foreldrar hafa sent skólunum tilkynningu þess efnis að börnin muni ekki halda áfram námi að sumarfríi loknu. Talað er um að foreldrarnir kæri sig ekki um að börn sín fái kennslu í skólum sem aðhyllist stefnu sem Erdogan forseti segi vera byggð á hryðjuverkastarfssemi.

Skólastjóri Hillerod skólans segir foreldra gera sér grein fyrir því að af öllum líkindum séu ásakanir Erdogans óréttlátar í garð Gulen. Engu að síður þori þeir ekki annað en að draga börn sín úr skólunum af ótta við viðbrögð í heimalandi þeirra og vegna þrýstings frá fjölskyldum þeirra þar. Foreldrarnir eru sagðir óttast það að vera bannað að heimsækja Tyrkland og að ráðist verði inn á heimili fjölskyldna þeirra þar lendis og munir gerðir upptækir.

Skólarnir sem um ræðir neita að hafa bein tengsl við Fetullah Gulen en margir kennarar viðurkenna að hafa orðið fyrir áhrifum frá hugmyndafræði hans sem þeir segja friðsælan og byggja á mátti menntunar.

The Guardian fjallar ítarlega um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×