Innlent

Kanadamaður vann heilmaraþonið í ár

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Sigurvegari heilmaraþonsins kemur í mark.
Sigurvegari heilmaraþonsins kemur í mark. Vísir/Hanna
Sigurvegari heilmaraþonsins í ár heitir David Leporho og er frá Kanada. Hann hljóð 42 kílómetrana á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 45 sekúndum. Fyrsti Íslendingurinn í mark í heilmaraþoni var Arnar Pétursson en hann var í öðru sæti. Úrslit í heilmaraþoni kvenna liggja ekki enn fyrir.

Rikka er komin í mark.Vísir/Hanna
Keppendum í hálfmaraþoninu streymir inn en þar liggja úrslit fyrir í karla og kvenna flokki.

Hlynur Andrésson kom þar fyrstur í mark en hann hljóp 21 kílómetra á einni klukkustund, tíu mínútum og fjórum sekúndum. Fyrst kvenna var Helen Ólafsdóttir sem hljóp vegalengdina á einni klukkustund, tuttugu og fjórum mínútum og þrjátíu og tveimur sekúndum.

Hugleikur Dagsson stóð sín plygt.Vísir/Hanna
Búið er að veita verðlaun fyrir 10 kílómetra hlaupið en þar sigraði Lauri Takacsi-Nagy frá Finnlandi í karlaflokki. Hann fór vegalengdina á 33 mínútum og 24 sekúndum.

Þar var fyrst kvenna Arndís Ýr Hafþórsdóttir sem hljóp á 36 mínútum og 51 sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×