Innlent

Hiti gerir hlaupurum erfitt fyrir

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Miki
Miki Vísir/Hanna
Nóg er að gera hjá Slökkviliðinu í Reykjavík þessa stundina en þeir hafa í morgun verið að aðstoða hlaupara sem hafa af einhverjum ástæðum ekki ráðið við verkefnið. Nokkuð hefur verið um það að hlauparar hafa hnigið niður á leiðinni. Allt í allt gengur þó Reykjavíkurmaraþonið vel.

„Við sjáum hérna í markinu að fólk er að koma á síðustu dropunum í mark. En ég veit ekki til þess að neitt alvarlegt hafi gerst,“ segir Anna Lilja upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþonsins. „Það er mikill hiti og því erfiðara að hlaupa en áður. Maður sér að fólk er því mjög þreytt eftir hlaupið. Ég hef séð einstaka keppendur hniga niður rétt í kringum markið en svo hafa þau nú bara hrist það af sér og tekið á móti verðlaunum."

Keppendur eru byrjaðir að skila sér í mark en fólk er að hlaupa á mismunandi hraða. Til dæmis er hægt að fylgjast með Valdimar fara 10 kílómetrana en hann hefur hingað til verið á gönguhraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×