Hlynur: Vó þungt að spila með Shouse Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. ágúst 2016 23:48 Hlynur skrifaði undir í Mathúsi Garðabæjar í gærkvöldi. Hér er hann með Skarphéðni Eiríkssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Mynd/Karl West Karlsson Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira