Nærri því fullkomin byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 06:00 Hlynur Bæringsson skýlir boltanum frá varnarmönnum Sviss. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta byrjuðu undankeppni EM 2017 frábærlega í gærkvöldi þegar þeir lögðu Sviss í fyrsta leik liðanna í A-riðli, 88-72. Belgía, sem er líklegast til sigurs í riðlinum, vann 20 stiga sigur á Kýpur sem Ísland mætir næst en líklegt þykir að strákarnir þurfi að ná sér í farseðil á EM í gegnum annað sætið. Þá þarf einmitt að vinna svona leiki eins og í gær og það gerði liðið með stæl. Varnarleikur Íslands var algjörlega frábær stóran hluta leiksins, líklega sá besti sem það hefur sýnt í langan tíma. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn með því að neyða einn leikmanna gestanna til að missa boltann út af eftir nokkrar sekúndur. Bara í fyrsta leikhluta misstu leikmenn Sviss boltann sex sinnum þökk sé frábærri vörn íslenska liðsins. „Hössi byrjaði leikinn mjög vel með góðum sendingum og hann spilaði mjög kröftuga vörn allan leikinn,“ sagði sallarólegur Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leik. Á meðan leikmennirnir gáfu áhorfendum spaðafimmur og stoltum ættingjum sínum knús var Pedersen stóískur. Hann faðmaði dóttur sína en reif menn svo inn í klefa og átti við þá eitt orð.Liðsframlag „Auðvitað get ég ekki kvartað yfir úrslitunum en í heildina vil ég að við gerum fleiri hluti betur,“ sagði Pedersen. „Við vorum svolítið upp og niður í dag. Þetta var sveiflukennt. Við þurfum að vera stöðugri gegn svona góðu og reyndu liði. Þegar við vorum að ná góðri forystu misstum við hana niður og stígandinn varð þeirra.“ Kanadamaðurinn hafði rétt fyrir sér. Augljóslega, hann er þjálfarinn. Íslenska liðið náði góðri forystu snemma leiks og var 46-21 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skoruðu gestirnir átta stig í röð og minnkuðu muninn í 18 stig þegar þeir virtust algjörlega búnir. Það gaf þeim meðbyr fyrir seinni hálfleikinn. Svisslendingar mættu líka sterkir til seinni hálfleiks voru fljótlega búnir að minnka muninn í níu stig. En þá kom að því sem á endanum skilaði íslenska liðinu sigri; liðsframlagið. Ægir Þór Steinarsson kom sterkur inn og spilaði dúndurvörn og hægði á gestunum á mikilvægum tímapunkti. Svo voru margir sem settu stórar körfur. Logi Gunnarsson skoraði þrettán stig af sama blettinum í öðrum leikhluta, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson dúkkaði upp með þrjá þrista og Martin og Hörður Axel áttu nokkrar keyrslur að körfunni sem voru í heimsklassa. „Við fengum framlag frá mismunandi leikmönnum á mismunandi tímum sem er mikilvægt fyrir okkur. Við erum ekki lið sem er með einhvern einn leikmann sem er nógu góður til að vinna fyrir okkur leiki. Innkoma Ægis var til dæmis mjög góð,“ sagði Pedersen.Óskrifaða reglan Það að halda Sviss í 72 stigum, spila frábæra vörn á löngum köflum og vinna þennan mikilvæga heimaleik virðist fullkomin byrjun. Og fyrir flesta sem skemmtu sér í stúkunni var hún það. Pedersen horfir þó auðvitað lengra enda eru erfiðir leikir eftir. Til dæmis útileikurinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir löguðu sig að okkar leik í seinni hálfleik. Næst þegar við mætum þeim þurfum við að vera búnir að skoða hvað þeir gerðu og eiga svör. „Við þurfum að verða betri og ná upp meiri stöðugleika,“ sagði Pedersen. Sjö leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í þessum mikla liðssigri. Bakvarðaparið sem byrjaði leikinn og mun væntanlega byrja flesta leiki héðan af; Martin Hermannsson og Hörður Axel skiluðu 30 stigum, ellefu stoðsendingum og fimm fráköstum saman fyrir utan að spila frábæran varnarleik. Þetta tvíeyki virtist Craig vera að prófa á æfingamótinu á dögunum. „Við vorum kannski ekki beint að prófa þá bara saman. Við erum bara með óskrifaða reglu að Martin eða Jón Arnór eru alltaf á vellinum. Þeir eru svo skapandi og þeir stóðu sig vel í því í dag,“ sagði Craig Pedersen. Ísland mætir næst Kýpur ytra um helgina en efsta liðið í hverjum af riðlunum sex fer beint á EM og fjögur bestu liðin í öðru sæti. Körfubolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta byrjuðu undankeppni EM 2017 frábærlega í gærkvöldi þegar þeir lögðu Sviss í fyrsta leik liðanna í A-riðli, 88-72. Belgía, sem er líklegast til sigurs í riðlinum, vann 20 stiga sigur á Kýpur sem Ísland mætir næst en líklegt þykir að strákarnir þurfi að ná sér í farseðil á EM í gegnum annað sætið. Þá þarf einmitt að vinna svona leiki eins og í gær og það gerði liðið með stæl. Varnarleikur Íslands var algjörlega frábær stóran hluta leiksins, líklega sá besti sem það hefur sýnt í langan tíma. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn með því að neyða einn leikmanna gestanna til að missa boltann út af eftir nokkrar sekúndur. Bara í fyrsta leikhluta misstu leikmenn Sviss boltann sex sinnum þökk sé frábærri vörn íslenska liðsins. „Hössi byrjaði leikinn mjög vel með góðum sendingum og hann spilaði mjög kröftuga vörn allan leikinn,“ sagði sallarólegur Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leik. Á meðan leikmennirnir gáfu áhorfendum spaðafimmur og stoltum ættingjum sínum knús var Pedersen stóískur. Hann faðmaði dóttur sína en reif menn svo inn í klefa og átti við þá eitt orð.Liðsframlag „Auðvitað get ég ekki kvartað yfir úrslitunum en í heildina vil ég að við gerum fleiri hluti betur,“ sagði Pedersen. „Við vorum svolítið upp og niður í dag. Þetta var sveiflukennt. Við þurfum að vera stöðugri gegn svona góðu og reyndu liði. Þegar við vorum að ná góðri forystu misstum við hana niður og stígandinn varð þeirra.“ Kanadamaðurinn hafði rétt fyrir sér. Augljóslega, hann er þjálfarinn. Íslenska liðið náði góðri forystu snemma leiks og var 46-21 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skoruðu gestirnir átta stig í röð og minnkuðu muninn í 18 stig þegar þeir virtust algjörlega búnir. Það gaf þeim meðbyr fyrir seinni hálfleikinn. Svisslendingar mættu líka sterkir til seinni hálfleiks voru fljótlega búnir að minnka muninn í níu stig. En þá kom að því sem á endanum skilaði íslenska liðinu sigri; liðsframlagið. Ægir Þór Steinarsson kom sterkur inn og spilaði dúndurvörn og hægði á gestunum á mikilvægum tímapunkti. Svo voru margir sem settu stórar körfur. Logi Gunnarsson skoraði þrettán stig af sama blettinum í öðrum leikhluta, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson dúkkaði upp með þrjá þrista og Martin og Hörður Axel áttu nokkrar keyrslur að körfunni sem voru í heimsklassa. „Við fengum framlag frá mismunandi leikmönnum á mismunandi tímum sem er mikilvægt fyrir okkur. Við erum ekki lið sem er með einhvern einn leikmann sem er nógu góður til að vinna fyrir okkur leiki. Innkoma Ægis var til dæmis mjög góð,“ sagði Pedersen.Óskrifaða reglan Það að halda Sviss í 72 stigum, spila frábæra vörn á löngum köflum og vinna þennan mikilvæga heimaleik virðist fullkomin byrjun. Og fyrir flesta sem skemmtu sér í stúkunni var hún það. Pedersen horfir þó auðvitað lengra enda eru erfiðir leikir eftir. Til dæmis útileikurinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir löguðu sig að okkar leik í seinni hálfleik. Næst þegar við mætum þeim þurfum við að vera búnir að skoða hvað þeir gerðu og eiga svör. „Við þurfum að verða betri og ná upp meiri stöðugleika,“ sagði Pedersen. Sjö leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í þessum mikla liðssigri. Bakvarðaparið sem byrjaði leikinn og mun væntanlega byrja flesta leiki héðan af; Martin Hermannsson og Hörður Axel skiluðu 30 stigum, ellefu stoðsendingum og fimm fráköstum saman fyrir utan að spila frábæran varnarleik. Þetta tvíeyki virtist Craig vera að prófa á æfingamótinu á dögunum. „Við vorum kannski ekki beint að prófa þá bara saman. Við erum bara með óskrifaða reglu að Martin eða Jón Arnór eru alltaf á vellinum. Þeir eru svo skapandi og þeir stóðu sig vel í því í dag,“ sagði Craig Pedersen. Ísland mætir næst Kýpur ytra um helgina en efsta liðið í hverjum af riðlunum sex fer beint á EM og fjögur bestu liðin í öðru sæti.
Körfubolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira