Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2016 19:53 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði í fyrirtækið árið 2013 nú þegar ljóst er að búið er að segja upp öllum starfsmönnum Plain Vanilla hér á landi og loka á skrifstofum þess. „Ég missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun og sé alls ekki eftir henni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Árið 2013 gerði tölvuleikjafyrirtækið Zynga tvö yfirtökutilboð í Plain Vanilla skömmu eftir að tölvuleikurinn Quiz Up kom á markaðinn. Naut leikurinn gríðarlegra vinsælda og lagði Zynga fram tilboð upp á 100 milljón dollara, um 12 milljarða króna. Var því hafnað ásamt öðru tilboði sem var nokkuð hærra.Sjá einnig: Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp„Þegar við fengum þetta tilboð vorum við nýbúin að gefa út leikinn. Við vorum vinsælasti leikurinn í öllum heiminum,“ sagði Þorsteinn við Sindra. „Mottó fyrirtækisins var alltaf að taka mikla áhættu. Við sáum fram á það að, með því að taka mikla áhættu, hefði verðmætið getað orðið miklu meira.“Allir starfsmenn Plain Vanilla Games mættu eitt sinn hvítklæddir í vinnuna.VísirÞorsteinn viðurkenndi þó að væri honum boðin þessi upphæð núna myndi hann taka henni en áhættusæknin sem stjórnendur fyrirtækisins sýndu af sér hafi bæði orsakað ris fyrirtækisins og fall þess. Ef til vill hafi áhættusæknin þó verið of mikil. „Fyrirtækið tók of stórar áhættur. Þessi bransi er þannig að fyrirtæki geta risið hratt og fallið hratt. Það byggist allt á ákvörðunum sem fólkið tekur. Þrátt fyrir að margar áhættur hafi borgað sig þá er sú áhætta sem er að bíta okkur í bakið núna samstarfið við NBC,“ sagði Þorsteinn.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBCLíkt og komið hefur fram hætti bandaríska sjónvarpstöðin við samstarf sitt við Plain Vanilla um að framleiða sjónvarpsþætti byggða á QuizUp. Nánast öll starfsemi Plain Vanilla hafi farið í undirbúning þess og því hafi það verið mikið áfall þegar NBC dró sig úr samstarfinu. „Við vorum búin að vinna í þessu í tvö ár, eytt 36 þúsund vinnustundum. Það var allt orðið tilbúið. Við tókum áhættu þarna og lögðum öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Þorsteinn. „Svo fáum við þetta bréf þar sem NBC segir: Heyrðu, það gekk ekki nógu vel í Ólympíuleikunum. Við þurfum að skera niður og getum ekki framleitt þáttinn.“Sjá einnig: Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboðiÞetta hafi sett rekstrargrundvöll fyrirtækisins í hættu og því hafi þurft að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi. Þorsteinn vonast til þess að þeir sem starfað hafi hjá Plain Vanilla muni nýta sér reynslu sína hjá fyrirtækinu til þess að skapa eitthvað nýtt. Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði í fyrirtækið árið 2013 nú þegar ljóst er að búið er að segja upp öllum starfsmönnum Plain Vanilla hér á landi og loka á skrifstofum þess. „Ég missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun og sé alls ekki eftir henni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Árið 2013 gerði tölvuleikjafyrirtækið Zynga tvö yfirtökutilboð í Plain Vanilla skömmu eftir að tölvuleikurinn Quiz Up kom á markaðinn. Naut leikurinn gríðarlegra vinsælda og lagði Zynga fram tilboð upp á 100 milljón dollara, um 12 milljarða króna. Var því hafnað ásamt öðru tilboði sem var nokkuð hærra.Sjá einnig: Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp„Þegar við fengum þetta tilboð vorum við nýbúin að gefa út leikinn. Við vorum vinsælasti leikurinn í öllum heiminum,“ sagði Þorsteinn við Sindra. „Mottó fyrirtækisins var alltaf að taka mikla áhættu. Við sáum fram á það að, með því að taka mikla áhættu, hefði verðmætið getað orðið miklu meira.“Allir starfsmenn Plain Vanilla Games mættu eitt sinn hvítklæddir í vinnuna.VísirÞorsteinn viðurkenndi þó að væri honum boðin þessi upphæð núna myndi hann taka henni en áhættusæknin sem stjórnendur fyrirtækisins sýndu af sér hafi bæði orsakað ris fyrirtækisins og fall þess. Ef til vill hafi áhættusæknin þó verið of mikil. „Fyrirtækið tók of stórar áhættur. Þessi bransi er þannig að fyrirtæki geta risið hratt og fallið hratt. Það byggist allt á ákvörðunum sem fólkið tekur. Þrátt fyrir að margar áhættur hafi borgað sig þá er sú áhætta sem er að bíta okkur í bakið núna samstarfið við NBC,“ sagði Þorsteinn.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBCLíkt og komið hefur fram hætti bandaríska sjónvarpstöðin við samstarf sitt við Plain Vanilla um að framleiða sjónvarpsþætti byggða á QuizUp. Nánast öll starfsemi Plain Vanilla hafi farið í undirbúning þess og því hafi það verið mikið áfall þegar NBC dró sig úr samstarfinu. „Við vorum búin að vinna í þessu í tvö ár, eytt 36 þúsund vinnustundum. Það var allt orðið tilbúið. Við tókum áhættu þarna og lögðum öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Þorsteinn. „Svo fáum við þetta bréf þar sem NBC segir: Heyrðu, það gekk ekki nógu vel í Ólympíuleikunum. Við þurfum að skera niður og getum ekki framleitt þáttinn.“Sjá einnig: Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboðiÞetta hafi sett rekstrargrundvöll fyrirtækisins í hættu og því hafi þurft að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi. Þorsteinn vonast til þess að þeir sem starfað hafi hjá Plain Vanilla muni nýta sér reynslu sína hjá fyrirtækinu til þess að skapa eitthvað nýtt.
Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56