Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2016 19:53 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði í fyrirtækið árið 2013 nú þegar ljóst er að búið er að segja upp öllum starfsmönnum Plain Vanilla hér á landi og loka á skrifstofum þess. „Ég missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun og sé alls ekki eftir henni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Árið 2013 gerði tölvuleikjafyrirtækið Zynga tvö yfirtökutilboð í Plain Vanilla skömmu eftir að tölvuleikurinn Quiz Up kom á markaðinn. Naut leikurinn gríðarlegra vinsælda og lagði Zynga fram tilboð upp á 100 milljón dollara, um 12 milljarða króna. Var því hafnað ásamt öðru tilboði sem var nokkuð hærra.Sjá einnig: Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp„Þegar við fengum þetta tilboð vorum við nýbúin að gefa út leikinn. Við vorum vinsælasti leikurinn í öllum heiminum,“ sagði Þorsteinn við Sindra. „Mottó fyrirtækisins var alltaf að taka mikla áhættu. Við sáum fram á það að, með því að taka mikla áhættu, hefði verðmætið getað orðið miklu meira.“Allir starfsmenn Plain Vanilla Games mættu eitt sinn hvítklæddir í vinnuna.VísirÞorsteinn viðurkenndi þó að væri honum boðin þessi upphæð núna myndi hann taka henni en áhættusæknin sem stjórnendur fyrirtækisins sýndu af sér hafi bæði orsakað ris fyrirtækisins og fall þess. Ef til vill hafi áhættusæknin þó verið of mikil. „Fyrirtækið tók of stórar áhættur. Þessi bransi er þannig að fyrirtæki geta risið hratt og fallið hratt. Það byggist allt á ákvörðunum sem fólkið tekur. Þrátt fyrir að margar áhættur hafi borgað sig þá er sú áhætta sem er að bíta okkur í bakið núna samstarfið við NBC,“ sagði Þorsteinn.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBCLíkt og komið hefur fram hætti bandaríska sjónvarpstöðin við samstarf sitt við Plain Vanilla um að framleiða sjónvarpsþætti byggða á QuizUp. Nánast öll starfsemi Plain Vanilla hafi farið í undirbúning þess og því hafi það verið mikið áfall þegar NBC dró sig úr samstarfinu. „Við vorum búin að vinna í þessu í tvö ár, eytt 36 þúsund vinnustundum. Það var allt orðið tilbúið. Við tókum áhættu þarna og lögðum öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Þorsteinn. „Svo fáum við þetta bréf þar sem NBC segir: Heyrðu, það gekk ekki nógu vel í Ólympíuleikunum. Við þurfum að skera niður og getum ekki framleitt þáttinn.“Sjá einnig: Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboðiÞetta hafi sett rekstrargrundvöll fyrirtækisins í hættu og því hafi þurft að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi. Þorsteinn vonast til þess að þeir sem starfað hafi hjá Plain Vanilla muni nýta sér reynslu sína hjá fyrirtækinu til þess að skapa eitthvað nýtt. Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði í fyrirtækið árið 2013 nú þegar ljóst er að búið er að segja upp öllum starfsmönnum Plain Vanilla hér á landi og loka á skrifstofum þess. „Ég missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun og sé alls ekki eftir henni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Árið 2013 gerði tölvuleikjafyrirtækið Zynga tvö yfirtökutilboð í Plain Vanilla skömmu eftir að tölvuleikurinn Quiz Up kom á markaðinn. Naut leikurinn gríðarlegra vinsælda og lagði Zynga fram tilboð upp á 100 milljón dollara, um 12 milljarða króna. Var því hafnað ásamt öðru tilboði sem var nokkuð hærra.Sjá einnig: Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp„Þegar við fengum þetta tilboð vorum við nýbúin að gefa út leikinn. Við vorum vinsælasti leikurinn í öllum heiminum,“ sagði Þorsteinn við Sindra. „Mottó fyrirtækisins var alltaf að taka mikla áhættu. Við sáum fram á það að, með því að taka mikla áhættu, hefði verðmætið getað orðið miklu meira.“Allir starfsmenn Plain Vanilla Games mættu eitt sinn hvítklæddir í vinnuna.VísirÞorsteinn viðurkenndi þó að væri honum boðin þessi upphæð núna myndi hann taka henni en áhættusæknin sem stjórnendur fyrirtækisins sýndu af sér hafi bæði orsakað ris fyrirtækisins og fall þess. Ef til vill hafi áhættusæknin þó verið of mikil. „Fyrirtækið tók of stórar áhættur. Þessi bransi er þannig að fyrirtæki geta risið hratt og fallið hratt. Það byggist allt á ákvörðunum sem fólkið tekur. Þrátt fyrir að margar áhættur hafi borgað sig þá er sú áhætta sem er að bíta okkur í bakið núna samstarfið við NBC,“ sagði Þorsteinn.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBCLíkt og komið hefur fram hætti bandaríska sjónvarpstöðin við samstarf sitt við Plain Vanilla um að framleiða sjónvarpsþætti byggða á QuizUp. Nánast öll starfsemi Plain Vanilla hafi farið í undirbúning þess og því hafi það verið mikið áfall þegar NBC dró sig úr samstarfinu. „Við vorum búin að vinna í þessu í tvö ár, eytt 36 þúsund vinnustundum. Það var allt orðið tilbúið. Við tókum áhættu þarna og lögðum öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Þorsteinn. „Svo fáum við þetta bréf þar sem NBC segir: Heyrðu, það gekk ekki nógu vel í Ólympíuleikunum. Við þurfum að skera niður og getum ekki framleitt þáttinn.“Sjá einnig: Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboðiÞetta hafi sett rekstrargrundvöll fyrirtækisins í hættu og því hafi þurft að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi. Þorsteinn vonast til þess að þeir sem starfað hafi hjá Plain Vanilla muni nýta sér reynslu sína hjá fyrirtækinu til þess að skapa eitthvað nýtt.
Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56