Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2016 19:53 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði í fyrirtækið árið 2013 nú þegar ljóst er að búið er að segja upp öllum starfsmönnum Plain Vanilla hér á landi og loka á skrifstofum þess. „Ég missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun og sé alls ekki eftir henni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Árið 2013 gerði tölvuleikjafyrirtækið Zynga tvö yfirtökutilboð í Plain Vanilla skömmu eftir að tölvuleikurinn Quiz Up kom á markaðinn. Naut leikurinn gríðarlegra vinsælda og lagði Zynga fram tilboð upp á 100 milljón dollara, um 12 milljarða króna. Var því hafnað ásamt öðru tilboði sem var nokkuð hærra.Sjá einnig: Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp„Þegar við fengum þetta tilboð vorum við nýbúin að gefa út leikinn. Við vorum vinsælasti leikurinn í öllum heiminum,“ sagði Þorsteinn við Sindra. „Mottó fyrirtækisins var alltaf að taka mikla áhættu. Við sáum fram á það að, með því að taka mikla áhættu, hefði verðmætið getað orðið miklu meira.“Allir starfsmenn Plain Vanilla Games mættu eitt sinn hvítklæddir í vinnuna.VísirÞorsteinn viðurkenndi þó að væri honum boðin þessi upphæð núna myndi hann taka henni en áhættusæknin sem stjórnendur fyrirtækisins sýndu af sér hafi bæði orsakað ris fyrirtækisins og fall þess. Ef til vill hafi áhættusæknin þó verið of mikil. „Fyrirtækið tók of stórar áhættur. Þessi bransi er þannig að fyrirtæki geta risið hratt og fallið hratt. Það byggist allt á ákvörðunum sem fólkið tekur. Þrátt fyrir að margar áhættur hafi borgað sig þá er sú áhætta sem er að bíta okkur í bakið núna samstarfið við NBC,“ sagði Þorsteinn.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBCLíkt og komið hefur fram hætti bandaríska sjónvarpstöðin við samstarf sitt við Plain Vanilla um að framleiða sjónvarpsþætti byggða á QuizUp. Nánast öll starfsemi Plain Vanilla hafi farið í undirbúning þess og því hafi það verið mikið áfall þegar NBC dró sig úr samstarfinu. „Við vorum búin að vinna í þessu í tvö ár, eytt 36 þúsund vinnustundum. Það var allt orðið tilbúið. Við tókum áhættu þarna og lögðum öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Þorsteinn. „Svo fáum við þetta bréf þar sem NBC segir: Heyrðu, það gekk ekki nógu vel í Ólympíuleikunum. Við þurfum að skera niður og getum ekki framleitt þáttinn.“Sjá einnig: Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboðiÞetta hafi sett rekstrargrundvöll fyrirtækisins í hættu og því hafi þurft að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi. Þorsteinn vonast til þess að þeir sem starfað hafi hjá Plain Vanilla muni nýta sér reynslu sína hjá fyrirtækinu til þess að skapa eitthvað nýtt. Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði í fyrirtækið árið 2013 nú þegar ljóst er að búið er að segja upp öllum starfsmönnum Plain Vanilla hér á landi og loka á skrifstofum þess. „Ég missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun og sé alls ekki eftir henni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Árið 2013 gerði tölvuleikjafyrirtækið Zynga tvö yfirtökutilboð í Plain Vanilla skömmu eftir að tölvuleikurinn Quiz Up kom á markaðinn. Naut leikurinn gríðarlegra vinsælda og lagði Zynga fram tilboð upp á 100 milljón dollara, um 12 milljarða króna. Var því hafnað ásamt öðru tilboði sem var nokkuð hærra.Sjá einnig: Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp„Þegar við fengum þetta tilboð vorum við nýbúin að gefa út leikinn. Við vorum vinsælasti leikurinn í öllum heiminum,“ sagði Þorsteinn við Sindra. „Mottó fyrirtækisins var alltaf að taka mikla áhættu. Við sáum fram á það að, með því að taka mikla áhættu, hefði verðmætið getað orðið miklu meira.“Allir starfsmenn Plain Vanilla Games mættu eitt sinn hvítklæddir í vinnuna.VísirÞorsteinn viðurkenndi þó að væri honum boðin þessi upphæð núna myndi hann taka henni en áhættusæknin sem stjórnendur fyrirtækisins sýndu af sér hafi bæði orsakað ris fyrirtækisins og fall þess. Ef til vill hafi áhættusæknin þó verið of mikil. „Fyrirtækið tók of stórar áhættur. Þessi bransi er þannig að fyrirtæki geta risið hratt og fallið hratt. Það byggist allt á ákvörðunum sem fólkið tekur. Þrátt fyrir að margar áhættur hafi borgað sig þá er sú áhætta sem er að bíta okkur í bakið núna samstarfið við NBC,“ sagði Þorsteinn.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBCLíkt og komið hefur fram hætti bandaríska sjónvarpstöðin við samstarf sitt við Plain Vanilla um að framleiða sjónvarpsþætti byggða á QuizUp. Nánast öll starfsemi Plain Vanilla hafi farið í undirbúning þess og því hafi það verið mikið áfall þegar NBC dró sig úr samstarfinu. „Við vorum búin að vinna í þessu í tvö ár, eytt 36 þúsund vinnustundum. Það var allt orðið tilbúið. Við tókum áhættu þarna og lögðum öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Þorsteinn. „Svo fáum við þetta bréf þar sem NBC segir: Heyrðu, það gekk ekki nógu vel í Ólympíuleikunum. Við þurfum að skera niður og getum ekki framleitt þáttinn.“Sjá einnig: Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboðiÞetta hafi sett rekstrargrundvöll fyrirtækisins í hættu og því hafi þurft að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi. Þorsteinn vonast til þess að þeir sem starfað hafi hjá Plain Vanilla muni nýta sér reynslu sína hjá fyrirtækinu til þess að skapa eitthvað nýtt.
Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56