„Lágmark að Ísland láti í sér heyra“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira