Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Mikið fjaðrafok varð í samfélaginu fyrir skömmu þegar vitnaðist að ókunnugir menn væru komnir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra íslenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörðum lá fyrir á einni viku og ímyndarsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí.Risalækningar Málið þróaðist í umræðunni í nokkra daga og það fóru að renna á ýmsa tvær grímur. Hverjir voru þessir aðilar? Hvaðan koma sjúklingar? Hvert ætlar þessi risastofnun að sækja sér fagfólk? Ég tel að á einmitt á því atriði hafi mjög brotið hvað varðar almenningsálitið. Þetta minnti okkur nefnilega óþyrmilega á hvernig búið er að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að öllum líkindum hefðum við ekki roð við harðsnúnum samkeppnisaðila á þessu sviði hér á heimavelli eins og aðstæður eru í dag. Staðreyndin er auðvitað sú eins og allir vita að við búum þegar við takmarkaðan fjölda sérmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Mín reynsla er sú að almennt sé um mjög hæft fólk að ræða sem á greiðan aðgang að spennandi og góðum störfum í heilbrigðisþjónustu víða um heim og það hefur eðlilega freistað margra.Umhugsunarefni Þau risaplön sem nú virðast runnin út í sandinn um sinn eiga ekki að vera til nokkurs annars en að vera tímabær áminning um það að við þurfum að hlúa betur að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er liðin tíð að menntað heilbrigðisstarfsfólk líti á það sem sjálfgefið að hlutskipti að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi um aldur og ævi. Við erum í samkeppni um hæfasta fólkið á heimsvísu. Í umræðunni ber launamálin gjarnan hæst og þau eru sérstakt umhugsunarefni, bæði almennt gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og svo hins vegar innbyrðis milli einstakra starfsstétta. Þar ríkir talsvert misrétti, bæði með tilliti til menntunar og ábyrgðar. En það eru fleiri atriði sem við þurfum að færa til betri vegar hvað varðar starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Vinnuaðstæður og búnaður er víða algjörlega ófullnægjandi með hliðsjón af nágrannalöndum okkar. Þetta atriði hefur verið til umræðu hér á landi um langa hríð, einkum snúist um Landspítala en víðast úti á landi hafa stofnanir verið algjörlega vanræktar sem valdið hefur röskun og erfiðum rekstri. Það eru auknar kröfur um endur- og símenntun sem við þurfum líka að svara, námsleyfi og svigrúm til að kynna sér framfarir og þróun í hverri sérgrein. Heilbrigðisþjónusta er síhvikult og lifandi svið og það er mikið í húfi.Landsbyggðin Sérstakt áhugaefni mitt er auðvitað starfsumhverfi þeirra sem búa og starfa á landsbyggðinni. Starfseiningar eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð hvílir á fáum herðum. Þar eru mál oft leyst með aðdáunarverðum hætti við mjög þröngan kost. Staðreyndin er nefnilega sú að á góðæristímabili núverandi ríkisstjórnar hefur enn fjarað undan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það vantar nokkur hundruð milljónir inn í rekstur heilbrigðisstofnana og ákall, beiðnir og greinargerðir til stjórnvalda frá öllum þessum stofnunum hafa engu breytt. Yfirlýsingar stjórnvalda um annað breyta þar engu. Til hvers hefur þetta leitt? Svarið er einfalt, fagfólk er færra, álagið hefur aukist, þjónusta hefur dregist saman, vanskil aukist og eru víða komin á alvarlegt stig. Þetta er óviðunandi fyrir íbúa á landsbyggðinni sem þó hafa sýnt mikið langlundargeð, þeir eru þó stöðugt uggandi. Heilbrigðisþjónusta er ein af meginstoðunum í hverju samfélagi og óbreytt ástand ýtir undir búferlaflutninga. Hugurinn hvarflar að hinu margtuggða hugtaki landsbyggðarstefna stjórnvalda. Eiga íbúar virkilega að sætta sig við þessa birtingarmynd? Krafan er vitanlega sú að þeirri þróun sem við höfum upplifað síðustu ár verði snúið við á raunverulegan hátt, að því munu jafnaðarmenn vinna. Það er enn hægt en við höfum takmarkaðan tíma.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið fjaðrafok varð í samfélaginu fyrir skömmu þegar vitnaðist að ókunnugir menn væru komnir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra íslenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörðum lá fyrir á einni viku og ímyndarsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí.Risalækningar Málið þróaðist í umræðunni í nokkra daga og það fóru að renna á ýmsa tvær grímur. Hverjir voru þessir aðilar? Hvaðan koma sjúklingar? Hvert ætlar þessi risastofnun að sækja sér fagfólk? Ég tel að á einmitt á því atriði hafi mjög brotið hvað varðar almenningsálitið. Þetta minnti okkur nefnilega óþyrmilega á hvernig búið er að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að öllum líkindum hefðum við ekki roð við harðsnúnum samkeppnisaðila á þessu sviði hér á heimavelli eins og aðstæður eru í dag. Staðreyndin er auðvitað sú eins og allir vita að við búum þegar við takmarkaðan fjölda sérmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Mín reynsla er sú að almennt sé um mjög hæft fólk að ræða sem á greiðan aðgang að spennandi og góðum störfum í heilbrigðisþjónustu víða um heim og það hefur eðlilega freistað margra.Umhugsunarefni Þau risaplön sem nú virðast runnin út í sandinn um sinn eiga ekki að vera til nokkurs annars en að vera tímabær áminning um það að við þurfum að hlúa betur að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er liðin tíð að menntað heilbrigðisstarfsfólk líti á það sem sjálfgefið að hlutskipti að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi um aldur og ævi. Við erum í samkeppni um hæfasta fólkið á heimsvísu. Í umræðunni ber launamálin gjarnan hæst og þau eru sérstakt umhugsunarefni, bæði almennt gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og svo hins vegar innbyrðis milli einstakra starfsstétta. Þar ríkir talsvert misrétti, bæði með tilliti til menntunar og ábyrgðar. En það eru fleiri atriði sem við þurfum að færa til betri vegar hvað varðar starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Vinnuaðstæður og búnaður er víða algjörlega ófullnægjandi með hliðsjón af nágrannalöndum okkar. Þetta atriði hefur verið til umræðu hér á landi um langa hríð, einkum snúist um Landspítala en víðast úti á landi hafa stofnanir verið algjörlega vanræktar sem valdið hefur röskun og erfiðum rekstri. Það eru auknar kröfur um endur- og símenntun sem við þurfum líka að svara, námsleyfi og svigrúm til að kynna sér framfarir og þróun í hverri sérgrein. Heilbrigðisþjónusta er síhvikult og lifandi svið og það er mikið í húfi.Landsbyggðin Sérstakt áhugaefni mitt er auðvitað starfsumhverfi þeirra sem búa og starfa á landsbyggðinni. Starfseiningar eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð hvílir á fáum herðum. Þar eru mál oft leyst með aðdáunarverðum hætti við mjög þröngan kost. Staðreyndin er nefnilega sú að á góðæristímabili núverandi ríkisstjórnar hefur enn fjarað undan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það vantar nokkur hundruð milljónir inn í rekstur heilbrigðisstofnana og ákall, beiðnir og greinargerðir til stjórnvalda frá öllum þessum stofnunum hafa engu breytt. Yfirlýsingar stjórnvalda um annað breyta þar engu. Til hvers hefur þetta leitt? Svarið er einfalt, fagfólk er færra, álagið hefur aukist, þjónusta hefur dregist saman, vanskil aukist og eru víða komin á alvarlegt stig. Þetta er óviðunandi fyrir íbúa á landsbyggðinni sem þó hafa sýnt mikið langlundargeð, þeir eru þó stöðugt uggandi. Heilbrigðisþjónusta er ein af meginstoðunum í hverju samfélagi og óbreytt ástand ýtir undir búferlaflutninga. Hugurinn hvarflar að hinu margtuggða hugtaki landsbyggðarstefna stjórnvalda. Eiga íbúar virkilega að sætta sig við þessa birtingarmynd? Krafan er vitanlega sú að þeirri þróun sem við höfum upplifað síðustu ár verði snúið við á raunverulegan hátt, að því munu jafnaðarmenn vinna. Það er enn hægt en við höfum takmarkaðan tíma.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar