Smitaðist af mislingum í flugvél Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 12:19 Mislingar eru bráðsmitandi en óvenjulegt er að fólk smitist af veikinni í flugvél. grafík/garðar Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira