Erlent

Sjálfsmorðsárás við kínverska sendiráðið í Kirgistan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglumenn við sendiráðið í morgun.
Lögreglumenn við sendiráðið í morgun. vísir/afp
Ökumaður sem keyrði bíl um höfuðborg Kirgistan, Bishkek, í morgun sprengdi sig í loft upp við kínverska sendiráði í morgun. Árásarmaðurinn lést og þrír starfsmenn sendiráðsins, allt kirgískir ríkisborgarar.

Yfirmaður öryggismála hjá sendiráðinu sagði kirgískum fjölmiðlum að enginn Kínverji hefði látist í árásinni. Utanríkisráðuneyti Kína hefur fordæmt árásina og krafist þess að yfirvöld í Kirgistan rannsaki sprengjuárásina í þaula.

Enginn hefur enn lýst ábyrgð á árásinni. Kínverska sendiráðið var rýmt í kjölfar hennar sem og bandaríska sendiráðið sem er skammt frá því kínverska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×