Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 17:24 Logi Pedro og félagar hans í 101 Boys hita upp fyrir Bieber í Kórnum. Vísir/Hanna/Ernir Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld. Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld.
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira