Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2016 19:45 Þórir Guðjónsson, Fjölni, í baráttu við Víkingana Alan Lowing og Dofra Snorrason. vísir/ernir Fjölnismenn lyftu sér aftur upp í annað sæti Pepsi-deildarinnar með naumum 2-1 sigri á Víking í víkinni í dag en þetta var fyrsta tap Víkinga á heimavelli frá fyrstu umferð. Martin Lund Pedersen kom Fjölnismönnum yfir tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Ingimundi Níelsi Óskarssyni en aðeins tveimur mínútum síðar voru heimamenn búnir að jafna. Þar var að verki Bjarni Páll Runólfsson með fyrsta marki sínu í efstu deild. Hann afgreiddi þá fyrirgjöf Vladimir Tufegdzic í slána og inn, glæsilega gert. Martin Lund var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði með skoti frá vítateigshorninu eftir að hafa leikið á Davíð Örn Atlason. Víkingar náðu lítið að ógna marki Fjölnismanna og fögnuðu gestirnir því að lokum 2-1 sigri en þetta var fyrsti sigurleikur Fjölnis í síðustu fjórum leikjum.Af hverju vann Fjölnir? Seinni hálfleikurinn bar þessi merki að Fjölnismenn höfðu að meiru að keppa og vildu sigurinn þar af leiðandi meira en heimamenn. Fjölnir er í harðri baráttu um Evrópusæti, en að því sögðu er vert að benda á að með sigri hefðu Evrópudraumar Víkinga lifnað við á ný. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu góðar sóknir og fín færi tóku Fjölnismenn yfir seinni hálfleikinn og áttu sigurinn skilið. Víkingarnir, eins og svo oft áður, sýndu flotta spilkafla inn á milli og fengu dauðafæri þegar Dofri Snorrason slapp einn í gegn en hann virðist bara ekki geta skorað. Fjölnir hélt boltanum betur og voru gestirnir virkilega hungraðir í að sækja sigurinn sem svo datt þökk sé snilldartilþrifum Martins Lund Pedersen. Daninn ekki skorað síðan í tíundu umferð þannig það var kominn tími til að hann myndi stíga upp á ný.Hverjir stóðu upp úr? Auðveldast er að benda á Martin Lund sem va auðvitað hetja Fjölnis í þessum leik. Hann mætti eins og gammur í frákast í fyrri markinu sínu og tryggði svo sigurinn með einstaklingsframtaki af bestu sort. Martin háði skemmtilega baráttu við Davíð Örn Atlason, bakvörð Víkings, allan leikinn og átti stundum erfitt uppdráttar gegn Davíð en í sigurmarkinu fíflaði Martin Víkinginn upp úr skónum og skoraði með flottu skoti. Tobias Salquist í vörn Fjölnis var einnig mjög góður sem og markvörðurinn Þórður Ingason sem varði allt, nema eitt, sem á markið kom og var sterkur í teignum.Hvað gekk erfiðlega? Víkingar náðu sér aldrei almennilega í gang í seinni hálfleik. Inn á miðjunni áttu þeir erfitt uppdráttar á löngum köflum og munaði mikið um að Óttar Magnússon Karlsson var í strangri gæslu hjá miðvörðum Fjölnis. Þegar Víkingar geta ekki spilað í gegnum hann verða leikirnir erfiðir. Miðverðir Víkings; Alan Lowing og Marko Perkovic, voru líka stundum stórfurðulegir en í fyrri hálfleik gáfu þeir oftar á mótherja en samherja. Þeir voru þó mun skárri í seinni hálfleik.Hvað gerist næst? Fjölnir er núna í öðru sæti þar til á morgun og áfram í bullandi Evrópuséns. Liðið er komið með 31 stig þegar enn eru fjórir leikir eru eftir og liðið virðist alltaf vera að þroskast og taka skref fram á við. Grafarvogsliðið á skyldusigur gegn Þrótti vísan í næstu umferð þannig Fjölnir verður í Evrópuséns þar til yfir lýkur. Það er klárt. Víkingar geta nú endanlega gleymt Evrópu og þurfa bara að passa að enda tímabilið með sóma.Milos virtist veifa hvíta flagginu aðspurður út í möguleika liðsins á Evrópusæti.vísir/antonMilos: Stefndum við á Evrópu eða var ég að búa til sögur? Milos Milojevic, þjálfari Víkings, kastaði inn hvíta handklæðinu í viðtali við Vísi eftir tapleik Víkinga gegn Fjölni, 2-1, í Fossvoginum í dag. Eftir 1-1 stöðu í hálfleik tóku gestirnir yfir leikinn í þeim síðari og treystu stöðu sína í Evrópubaráttunni á meðan Víkingar kvöddu hana. "Þeir eru með meiri gæði en við í fleiri en einni stöðu. Við héldum að við værum betri en við erum en þetta virðist okkar "max". Við áttum ekki svar við Martin og Viðari Ara í dag. Þeir léku sér að okkur allan tímann," sagði Milos. "Í stöðunni 1-1 var ég ekki hrifinn af hugarfari okkar. Það var eins og við værum saddir og sáttir með eitt stig. Fjölnir átti þennan sigur skilið." Fyrir tímabilið sagði Milos kokhraustur að Víkingur myndi enda í Evrópusæti en í Fossvoginum var stefnt á þriðja sætið. Það er klárlega ekki að fara að gerast. "Fjölnir hafði meiri gæði en við í dag en fótbolti er liðsíþrótt þannig ef einn hjá þeim er betri en sá sem hann er að spila á móti hjá okkur þurfum við að vera klókir og klára það. Ég veit ekki af hverju við gerðum það ekki í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða," sagði Milos. "Hvort við vildum fara í Evrópu eða hvort ég var að búa til sögur þannig þið [fjölmiðlamenn] höfðuð eitthvað að gera er annað mál. Það skiptir mig engu hvort við endum í fimmta, sjöunda eða tíunda sæti. Ég vil vinna titla en það er alveg ljós að við höfum ekki gæðin í það."Martin Lund Pedersen skoraði tvö í dagvísir/antonMartin Lund: Léttir að skora aftur Martin Lund Pedersen, danski framherjinn í liði Fjölnis, var hetja liðsins í dag en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Víkingi. "Við þurftum á þessum að halda eftir að klikka aðeins í síðustu leikjum. Þetta var góður leikur hjá okkur og sigurinn alveg magnaður," sagði Martin Lund við Vísi eftir leik. Martin var ekki búinn að skora síðan í tíundu umferð. "Það var léttir að skora á ný. Ég er sóknarmaður og skoraði mikið til að byrja með þannig mig langaði að skora aftur. Að skora tvö í dag og vinna var fullkomið þannig ég er sáttur," sagði Martin. "Þetta var jafn leikur fannst mér. Við fengum fleiri færi en teig í teig eru þetta góð lið að spila á góðum velli. Ef annað liðið átti skilið að vinna var það við." Fjölnir er nú í 2. sæti deildarinnar. "Við erum búnir að vera í Evrópubaráttunni allt tímabilið en höfum aðeins klikkað í síðustu leikjum. Þessi sigur ætti að fylla okkur sjálfstrausti að við getum klárað þetta," sagði Martin Lund Pedersen.Ágúst Gylfason var sáttur með sína menn.vísir/ernirÁgúst: Þarf ekkert að óttast "Þetta var hörkuleikur og bæði lið fengu fullt af færum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, sáttur við Vísi eftir sigurinn í Víkinni í dag. Hann var þó á því að hans menn áttu að vinna. "Leikurinn fór enda á milli í fyrri hálfleik og bæði lið fengu fullt af færum en í þeim síðari fannst mér við taka þetta yfir. Við unnum sanngjarnan sigur. Hungrið var meira hjá okkur. Við vildum sigurinn meira og þess vegna erum við núna í góðri stöðu í Evrópubaráttunni." Fjölnisliðið sýndi mikinn karakter að klára dæmið í dag en það er nú í öðru sæti deildarinnar með 31 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. "Við erum að þroskast sem lið. Við vorum í ágætis Evrópuséns í fyrra en við erum nær núna og þurfum bara að klára þetta. Það er ekkert að óttast fyrir mig ef ég tek mið af þessari frammistöðu. Við áttum góðan leik á erfiðum útivelli," sagði Ágúst sem var ánægður með að fá tvö mörk frá Martin Lund. "Hann svaraði kallaði í dag. Hinir í liðinu ýttu samt undir þetta og aðrir fengu fín færi þannig þetta var sigur liðsheildarinnar. Frammistaða okkar var flott þannig ég er mjög sáttur," sagði Ágúst Gylfason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Fjölnismenn lyftu sér aftur upp í annað sæti Pepsi-deildarinnar með naumum 2-1 sigri á Víking í víkinni í dag en þetta var fyrsta tap Víkinga á heimavelli frá fyrstu umferð. Martin Lund Pedersen kom Fjölnismönnum yfir tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Ingimundi Níelsi Óskarssyni en aðeins tveimur mínútum síðar voru heimamenn búnir að jafna. Þar var að verki Bjarni Páll Runólfsson með fyrsta marki sínu í efstu deild. Hann afgreiddi þá fyrirgjöf Vladimir Tufegdzic í slána og inn, glæsilega gert. Martin Lund var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði með skoti frá vítateigshorninu eftir að hafa leikið á Davíð Örn Atlason. Víkingar náðu lítið að ógna marki Fjölnismanna og fögnuðu gestirnir því að lokum 2-1 sigri en þetta var fyrsti sigurleikur Fjölnis í síðustu fjórum leikjum.Af hverju vann Fjölnir? Seinni hálfleikurinn bar þessi merki að Fjölnismenn höfðu að meiru að keppa og vildu sigurinn þar af leiðandi meira en heimamenn. Fjölnir er í harðri baráttu um Evrópusæti, en að því sögðu er vert að benda á að með sigri hefðu Evrópudraumar Víkinga lifnað við á ný. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu góðar sóknir og fín færi tóku Fjölnismenn yfir seinni hálfleikinn og áttu sigurinn skilið. Víkingarnir, eins og svo oft áður, sýndu flotta spilkafla inn á milli og fengu dauðafæri þegar Dofri Snorrason slapp einn í gegn en hann virðist bara ekki geta skorað. Fjölnir hélt boltanum betur og voru gestirnir virkilega hungraðir í að sækja sigurinn sem svo datt þökk sé snilldartilþrifum Martins Lund Pedersen. Daninn ekki skorað síðan í tíundu umferð þannig það var kominn tími til að hann myndi stíga upp á ný.Hverjir stóðu upp úr? Auðveldast er að benda á Martin Lund sem va auðvitað hetja Fjölnis í þessum leik. Hann mætti eins og gammur í frákast í fyrri markinu sínu og tryggði svo sigurinn með einstaklingsframtaki af bestu sort. Martin háði skemmtilega baráttu við Davíð Örn Atlason, bakvörð Víkings, allan leikinn og átti stundum erfitt uppdráttar gegn Davíð en í sigurmarkinu fíflaði Martin Víkinginn upp úr skónum og skoraði með flottu skoti. Tobias Salquist í vörn Fjölnis var einnig mjög góður sem og markvörðurinn Þórður Ingason sem varði allt, nema eitt, sem á markið kom og var sterkur í teignum.Hvað gekk erfiðlega? Víkingar náðu sér aldrei almennilega í gang í seinni hálfleik. Inn á miðjunni áttu þeir erfitt uppdráttar á löngum köflum og munaði mikið um að Óttar Magnússon Karlsson var í strangri gæslu hjá miðvörðum Fjölnis. Þegar Víkingar geta ekki spilað í gegnum hann verða leikirnir erfiðir. Miðverðir Víkings; Alan Lowing og Marko Perkovic, voru líka stundum stórfurðulegir en í fyrri hálfleik gáfu þeir oftar á mótherja en samherja. Þeir voru þó mun skárri í seinni hálfleik.Hvað gerist næst? Fjölnir er núna í öðru sæti þar til á morgun og áfram í bullandi Evrópuséns. Liðið er komið með 31 stig þegar enn eru fjórir leikir eru eftir og liðið virðist alltaf vera að þroskast og taka skref fram á við. Grafarvogsliðið á skyldusigur gegn Þrótti vísan í næstu umferð þannig Fjölnir verður í Evrópuséns þar til yfir lýkur. Það er klárt. Víkingar geta nú endanlega gleymt Evrópu og þurfa bara að passa að enda tímabilið með sóma.Milos virtist veifa hvíta flagginu aðspurður út í möguleika liðsins á Evrópusæti.vísir/antonMilos: Stefndum við á Evrópu eða var ég að búa til sögur? Milos Milojevic, þjálfari Víkings, kastaði inn hvíta handklæðinu í viðtali við Vísi eftir tapleik Víkinga gegn Fjölni, 2-1, í Fossvoginum í dag. Eftir 1-1 stöðu í hálfleik tóku gestirnir yfir leikinn í þeim síðari og treystu stöðu sína í Evrópubaráttunni á meðan Víkingar kvöddu hana. "Þeir eru með meiri gæði en við í fleiri en einni stöðu. Við héldum að við værum betri en við erum en þetta virðist okkar "max". Við áttum ekki svar við Martin og Viðari Ara í dag. Þeir léku sér að okkur allan tímann," sagði Milos. "Í stöðunni 1-1 var ég ekki hrifinn af hugarfari okkar. Það var eins og við værum saddir og sáttir með eitt stig. Fjölnir átti þennan sigur skilið." Fyrir tímabilið sagði Milos kokhraustur að Víkingur myndi enda í Evrópusæti en í Fossvoginum var stefnt á þriðja sætið. Það er klárlega ekki að fara að gerast. "Fjölnir hafði meiri gæði en við í dag en fótbolti er liðsíþrótt þannig ef einn hjá þeim er betri en sá sem hann er að spila á móti hjá okkur þurfum við að vera klókir og klára það. Ég veit ekki af hverju við gerðum það ekki í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða," sagði Milos. "Hvort við vildum fara í Evrópu eða hvort ég var að búa til sögur þannig þið [fjölmiðlamenn] höfðuð eitthvað að gera er annað mál. Það skiptir mig engu hvort við endum í fimmta, sjöunda eða tíunda sæti. Ég vil vinna titla en það er alveg ljós að við höfum ekki gæðin í það."Martin Lund Pedersen skoraði tvö í dagvísir/antonMartin Lund: Léttir að skora aftur Martin Lund Pedersen, danski framherjinn í liði Fjölnis, var hetja liðsins í dag en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Víkingi. "Við þurftum á þessum að halda eftir að klikka aðeins í síðustu leikjum. Þetta var góður leikur hjá okkur og sigurinn alveg magnaður," sagði Martin Lund við Vísi eftir leik. Martin var ekki búinn að skora síðan í tíundu umferð. "Það var léttir að skora á ný. Ég er sóknarmaður og skoraði mikið til að byrja með þannig mig langaði að skora aftur. Að skora tvö í dag og vinna var fullkomið þannig ég er sáttur," sagði Martin. "Þetta var jafn leikur fannst mér. Við fengum fleiri færi en teig í teig eru þetta góð lið að spila á góðum velli. Ef annað liðið átti skilið að vinna var það við." Fjölnir er nú í 2. sæti deildarinnar. "Við erum búnir að vera í Evrópubaráttunni allt tímabilið en höfum aðeins klikkað í síðustu leikjum. Þessi sigur ætti að fylla okkur sjálfstrausti að við getum klárað þetta," sagði Martin Lund Pedersen.Ágúst Gylfason var sáttur með sína menn.vísir/ernirÁgúst: Þarf ekkert að óttast "Þetta var hörkuleikur og bæði lið fengu fullt af færum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, sáttur við Vísi eftir sigurinn í Víkinni í dag. Hann var þó á því að hans menn áttu að vinna. "Leikurinn fór enda á milli í fyrri hálfleik og bæði lið fengu fullt af færum en í þeim síðari fannst mér við taka þetta yfir. Við unnum sanngjarnan sigur. Hungrið var meira hjá okkur. Við vildum sigurinn meira og þess vegna erum við núna í góðri stöðu í Evrópubaráttunni." Fjölnisliðið sýndi mikinn karakter að klára dæmið í dag en það er nú í öðru sæti deildarinnar með 31 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. "Við erum að þroskast sem lið. Við vorum í ágætis Evrópuséns í fyrra en við erum nær núna og þurfum bara að klára þetta. Það er ekkert að óttast fyrir mig ef ég tek mið af þessari frammistöðu. Við áttum góðan leik á erfiðum útivelli," sagði Ágúst sem var ánægður með að fá tvö mörk frá Martin Lund. "Hann svaraði kallaði í dag. Hinir í liðinu ýttu samt undir þetta og aðrir fengu fín færi þannig þetta var sigur liðsheildarinnar. Frammistaða okkar var flott þannig ég er mjög sáttur," sagði Ágúst Gylfason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira