Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 11:45 Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Vísir Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira