Hagvöxtur 3,7% á öðrum ársfjórðungi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2016 11:09 Seðlabanki Íslands. Vísir/Andri Marinó Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2016, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 3,7% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 2,1% frá 1. ársfjórðungi 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hagvöxtur árið 2015 var 4,2%. Landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 jókst um 4,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2015. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 9,4%. Einkaneysla jókst um 7,7%, samneysla um 0,6% og fjárfesting um 29,5%. Útflutningur jókst um 5,3% og innflutningur nokkru meira, eða um 16,2%. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 4,2% á árinu 2015 samkvæmt endurmati á niðurstöðum þjóðhagsreikninga, samanborið við 1,9% vöxt árið 2014 og 4,4% árið 2013. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram árið 2015 en þjóðarútgjöld jukust um 6,0%. Einkaneysla jókst um 4,3%, samneysla um 1,0% og fjárfesting um 18,3%. Útflutningur jókst um 9,2% og innflutningur um 13,5%. Þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 166,6 milljarða króna, dró utanríkisverslun úr hagvexti. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum ásamt lægri halla á launa- og fjáreignatekjum, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, leiddi til jákvæðs viðskiptajöfnuðar á árinu 2015. Hann nam tæplega 148 milljörðum króna án rekstrarframlaga, eða sem nemur 6,7% af landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar var viðskiptajöfnuður jákvæður um rúmlega 92 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs, eða sem nemur 4,6% af landsframleiðslu ársins. Viðskiptakjaraáhrif, sem hlutfall af landsframleiðslu fyrra árs, voru jákvæð um 3,9% á árinu 2015. Það ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði varð til þess að þjóðartekjur jukust meira en nam vexti landsframleiðslu eða um 9,0% samanborið við 3,4% aukningu árið áður. Endurskoðun á áður birtum niðurstöðum hefur umtalsverð áhrif, mest árið 2009, þar sem að samdráttur einkaneyslunnar eykst um 4,2 prósentustig frá fyrri niðurstöðum, úr 9,2% í 13,4%. Samkvæmt áður birtum niðurstöðum dróst landsframleiðsla saman um 4,7% árið 2009 en samkvæmt endurskoðuðum tölum var samdrátturinn töluvert meiri eða 6,6%.Nánari upplýsingar má fá á vef Hagstofunnar. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2016, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 3,7% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 2,1% frá 1. ársfjórðungi 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hagvöxtur árið 2015 var 4,2%. Landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 jókst um 4,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2015. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 9,4%. Einkaneysla jókst um 7,7%, samneysla um 0,6% og fjárfesting um 29,5%. Útflutningur jókst um 5,3% og innflutningur nokkru meira, eða um 16,2%. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 4,2% á árinu 2015 samkvæmt endurmati á niðurstöðum þjóðhagsreikninga, samanborið við 1,9% vöxt árið 2014 og 4,4% árið 2013. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram árið 2015 en þjóðarútgjöld jukust um 6,0%. Einkaneysla jókst um 4,3%, samneysla um 1,0% og fjárfesting um 18,3%. Útflutningur jókst um 9,2% og innflutningur um 13,5%. Þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 166,6 milljarða króna, dró utanríkisverslun úr hagvexti. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum ásamt lægri halla á launa- og fjáreignatekjum, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, leiddi til jákvæðs viðskiptajöfnuðar á árinu 2015. Hann nam tæplega 148 milljörðum króna án rekstrarframlaga, eða sem nemur 6,7% af landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar var viðskiptajöfnuður jákvæður um rúmlega 92 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs, eða sem nemur 4,6% af landsframleiðslu ársins. Viðskiptakjaraáhrif, sem hlutfall af landsframleiðslu fyrra árs, voru jákvæð um 3,9% á árinu 2015. Það ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði varð til þess að þjóðartekjur jukust meira en nam vexti landsframleiðslu eða um 9,0% samanborið við 3,4% aukningu árið áður. Endurskoðun á áður birtum niðurstöðum hefur umtalsverð áhrif, mest árið 2009, þar sem að samdráttur einkaneyslunnar eykst um 4,2 prósentustig frá fyrri niðurstöðum, úr 9,2% í 13,4%. Samkvæmt áður birtum niðurstöðum dróst landsframleiðsla saman um 4,7% árið 2009 en samkvæmt endurskoðuðum tölum var samdrátturinn töluvert meiri eða 6,6%.Nánari upplýsingar má fá á vef Hagstofunnar.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira