Formúla 1

Formúlan þarf á einræðisherranum að halda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn 85 ára gamli Ecclestone er ekkert á því að setjast í helgan stein.
Hinn 85 ára gamli Ecclestone er ekkert á því að setjast í helgan stein. vísir/getty
Þó svo verið sé að selja Formúlu 1 á 500 milljarða þá ætla nýir eigendur að halda í hinn 85 ára gamla Bernie Ecclestone.

Ecclestone hefur stýrt málum í íþróttinni í 40 ár. Þó svo hann sé umdeildur hefur góður árangur náðst.

„Hann er gríðarlega mikilvægur. Það er blessun að við fáum að njóta krafta hans þrjú ár í viðbót,“ fyrrum ökuþórinn Sir Stirling Moss.

Við hlið Ecclestone næstu árin verður Chase Carey sem kemur frá 21st Century Fox kvikmyndafyrirtækinu. Ecclestone grínaðist á blaðamannafundi með Carey að þeir væru einræðisherrar.

„Við ætlum að reyna að byggja ofan á það sem Bernie hefur gert síðustu fjóra áratugi. Þetta er þróun og við munum vinna vel saman,“ sagði Carey.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×