Viðskipti innlent

Stór ráðstefna Advania um tækninýjungar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fyrirlestrar hafa aldrei verið fleiri.
Fyrirlestrar hafa aldrei verið fleiri. Mynd/Advania
Haustráðstefna Advania er haldin í 22. skiptið í dag og hefur hún aldrei verið stærri. Fyrirlestrar ráðstefnunnar verða 31 talsins, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Á dagskrá eru sjö lykilfyrirlestrar sem haldnir verða í Silfurbergi og Eldborg en auk þeirra eru fyrirlestrar á þremur þemalínum: Tækni og öryggi, Nýsköpun og Stjórnun.

Tækninýjungar hafa ekki aðeins skapað tækifæri heldur einnig ógnir. Vöxtur netglæpa er mikill og því verður sífellt mikilvægara að einstaklingar og fyrirtæki grípi til réttra aðgerða þegar kemur að öryggislausnum.

Sextán þúsund gestir hafa sótt ráðstefnuna frá upphafi en hún er ein elsta árlega tækniráðstefna í Evrópu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×