Innlent

Þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanna í sjálfheldu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Vísir/Daníel
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá lögreglunni á Hvolsvelli rétt fyrir þrjú í dag um aðstoð þyrlu vegna fjögurra ferðamanna sem eru í sjálfheldu á Eyjafjallajökli.

Þyrlan er nú á leið í loftið, en áætlað er að hún verði á svæðinu rétt fyrir klukkan fjögur. Samkvæmt tilkynningu frá landhelgisgæslunni eru ferðamennirnir allir vel búnir, en komast ekki leiðar sinnar.

Uppfært 17.20 - Þyrlan sótti ferðamennina nú fyrir skemmstu en þeir voru þá orðnir kaldir og blautir en að öðru leyti var í lagi með þá. Þyrlan mun flytja ferðamennina á Hellu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×