Viðskipti innlent

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar 322 milljónir

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kópavogur
Kópavogur Vísir
Rekstrarafgangur A og B hluta Kópavogsbæjar var 322 milljónir á fyrri hluta árs. Gert hafði verið ráð fyrir 37 milljóna tapi. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar til 30. júní 2016 sem lagður var fram í bæjarráði í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ er ástæða mismunarins einkum að skatttekjur eru heldur hærri en reiknað var með og tekjufærsla vegna lóðaúthlutana, sem ekki var á áætlun.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir reksturinn ganga vel og í samræmi við áætlanir. Þá gangi hraðar að lækka skuldahlutfall en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Á fyrri helmingárs falla um 48-49% af skatttekjum ársins en hins vegar stærri hluti útgjalda hjá ákveðnum sviðum. Heildarskuldir samstæðu bæjarsins hafa lækkað um 234 milljónir frá áramótunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×