Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2016 10:46 Ingvi Hrafn vandar þeim Þorgerði Katrínu og Þorsteini ekki kveðjurnar. Myndin er samsett. Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorsteini Pálssyni ekki kveðjurnar á Facebooksíðu sinni í gær. Greina má mikla gremju í þessum gegnheila Sjálfstæðismanni, og hann segir líkast til það sem margir Sjálfstæðismenn hugsa. Hann kallar þau „lúsera“ og að þau séu einskis virði í hans bók í dag. Hin stórpólitísku tíðindi frá í gær, þau að þessir fyrrum forystumenn Sjálfstæðisflokknum hefðu haft vistarskipti, væru farin yfir í Viðreisn, urðu vitaskuld ýmsum áhugamönnum tilefni til bollalegginga. Það að fyrrum formaður og forsætisráðherra og svo fyrrum varaformaður og ráðherra, hlýtur að vera til marks um klofning í Sjálfstæðisflokknum. En gegnheilir og flokkshollir Sjálfstæðismenn eru ekkert endilega á því. Og Ingvi Hrafn talar fyrir hönd þeirra sem sárastir eru: „Eðlilegt að sjálfstæðismenn,velti fyrir sér hvort brotthvarf 2ja lúsera úr flokksstarfinu,jafngildi klofningi,“ segir Ingvi Hrafn og seinna í athugasemd má greina særindi sem lýsa að verulegu leyti hugarfarinu sem hefur verið límið í Sjálfstæðisflokknum:Hallur er skáldlegur en merking skilaboða hans er sú að Viðreisn sé ekki þjóðhollur félagsskapur, svo það sé orðað mildilega.„Fólk,sem hefur helgað sig hugsjónum Sjálfstæðisflokksins allt, sitt líf og yfirgefur síðan, er ekki merkilegir pappirar. Bæði prýðisfólk,sem ég þekki svo sem bara að góðu,en einskis virði í minni bók í dag.“Vilja maka krókinn á kostnað þjóðhollra ÍslendingaAnnar gegnheill Sjálfstæðismaður, þó hann hafi ekki alltaf átt góða daga þar innanbúðar, er fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon og hann telur þetta undirstrika hversu ómerkilegur flokkur Viðreisn er: „Með andstöðu "Viðreisnar" við alla grundvallarhagsmuni landsbyggðar, frumatvinnuvega og öryggis og sjálfstæðis Íslands, er nokkuð víst að vandfundinn verður sá landsbyggðarmaður, sem kýs þetta nýja "afl" græðgi og milliliða. Á höfuðborgarsvæðinu munu þeir keppa við vinstri flokka og ESB sinna og vel að merkja flugvallarandstæðinga undir sérstakri leiðsögn Þorgerðar, um fylgi. Ný Samfylking í felulitum, sem hyggst maka krókinn á kostnað þjóðhollra Íslendinga.“ Og Hallur Hallsson rithöfundur er á svipuðum slóðum þó skáldlegri sé: „Hákarlinn og þjóðin; fólkið sem tók útlenda hagsmuni yfir íslenska vill nú upp á dekk ... Er það við sama heygarðshornið ... Maður spyr sig ...“Þorbjörg Helga fagnar innilega endurkomu Þorgerðar Katrínar á vettvang stjórnmálanna.Meðan á þessu gekk, á Facebook í gær, eru foringjar í Viðreisn að vonum ánægðir. Jón Steindór Valdimarsson segir einfaldlega: „... gott ... velkomin í liðið okkar ...“ og formaðurinn Benedikt Jóhannesson segir: „Þetta eru frábærar fréttir að fá þetta öfluga fólk með sína gífurlegu reynslu til liðs við Viðreisn!Velkomin Þorgerður KatrínOg fyrrverandi félagi úr Sjálfstæðisflokki, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fagnar mjög endurkomu Þorgerðar Katrínar á vettvang stjórnmálanna: „Það eru sannalega sviftingar í stjórnmálunum þessa dagana. Ég fagna því, af einlægni og væntumþykju, að hún Þorgerður Katrín stígi aftur inn í stjórnmálin. Hún mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir réttlætismálum og umbótum fyrir okkar litla land.“ Þó Þorbjörg Helga hafi ekki gefið það út að hún sé einnig gengin til liðs við Viðreisn eru viðbrögð hennar þannig að ætla má að þetta skref Þorgerðar og Þorsteins séu þess eðlis að margir hugsi sér til hreyfings. En, ef sjónarhorninu er beint frá þeim hinum flokkshollu þá eru flestir áhugamenn um stjórnmála þeirrar skoðunar að um stórmerk tíðindi af hinum pólitíska vettvangi sé að ræða. Þannig segir Magnús Árni Skjöld Magnússon aðstoðarprófessor við Bifröst:Magnús Árni telur nú valdabandalagi frjálslyndra og íhaldsmanna frá 1929 formlega slitið.„Jæja. Mér sýnist valdabandalagi frjálslyndra og íhaldsmanna frá 1929 hafi verið formlega slitið hér með. Nú ætti "Sjálfstæðisflokkurinn" bara að taka upp sitt gamla nafn. Enda fékkst sjálfstæðið árið 1944 ef einhver hefur gleymt að segja þeim það.“Til marks um veikan BjarnaGunnar Smári Egilsson ritstjóri reynir að rýna undir yfirborðið og sjá fyrir hvað þetta muni hafa í för með sér. Hann gefur sér að brotthvarf þessara tveggja úr Sjálfstæðisflokknum þýði óánægju með störf formanns, og líkast til ekki erfitt að rökstyðja það: „Vandi Sjálfstæðisflokksins er að formaður hans er sífellt að sækja um starfið sitt hjá vitlausum hópi. Í stað þess að sameina alla frjálslynda hægri menn hefur hann reynt að halda verstu íhaldsmönnunum góðum, hinum viðbrennda Sjálfstæðisflokki sem líkist æ meira Framsóknarflokknum á vondum degi. Meðan formaðurinn og flokkurinn snýr í þessa áttina stefnir hann á 13,7% fylgi, frá því að vera miðja íslenskra stjórnmála í að vera áhrifalaust tuð í Reykjavíkurbréfum.“Björn Ingi telur gærdaginn með verstu dögum í samanlagðri sögu Valhallar.Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir þetta áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn: „Brotthvarf Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur úr Sjálfstæðisflokknum eru gríðarleg tíðindi í íslenskri stjórnmálasögu. Viðreisn fær gífurlegan liðsstyrk en þetta telst með verstu dögum í samanlagðri sögu Valhallar.“Viðreisn fær byr í seglinGuðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins segir, á síðu Björns Inga, það einfaldlega svo að flokkurinn hafi tapað þriðjungi fylgis síns síðustu tvo áratugi. „... eða frá þeim tíma þegar hann var með fast fylgi af stærðinni 38-40%, en er í dag um og yfir 23%. Við vorum ansi mörg sem yfirgáfum flokkinn um aldamótin þegar "frelsisbyltingin" svo kallaða tók sitt flug. Maður hittir þessa dagana sífellt fleiri sem spá því að Viðreisn fá amk jafnmikið fylgi að xD. Ég spái xD 15-18% og Viðreisn 18-20%.“Guðfinna Jóh. hélt að Þorsteinn væri löngu farinn, eða þannig.Illugi Jökulsson rithöfundur segir, af þessu tilefni: „Ég mun brátt setja fram þá kenningu að ef Bjarni Benediktsson hefði haft bein í nefinu til að losa sig strax við aftursætisbílstjórann Davíð Oddsson og opnað Sjálfstæðisflokkinn í ætt við það sem reynt var í uppgjörsskýrslunni á flokksþinginu 2009, þá stæði hann nú ekki í brennandi rústum flokksins. En fyrir þetta mun ég síðan þakka Bjarna Benediktssyni vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn þurfti verulega á því að halda að klofna, og samfélagið mun hafa gott af því að losna við þessa massífu sérhagsmunablokk aurlákanna.“Aðrir láta sér fátt um finnastFrosti Logason útvarpsmaður og stjórnmálafræðingur segir þetta benda til þess að kosningarnar í vetur verði verulega spennandi. „Það er orðið opinbert að Viðreisn er þungavigtarframboð rétt eins og Píratar. Samfylkingin á einnig möguleika á því að raða mjög álitlegum einstaklingum á sína lista. Önnur eins staða hefur ekki verið uppi áður í aðdraganda kosninga.“ En, Frosti talar ekki inn í þann hóp sem mega heita fulltrúar annarra flokka því þeir láta sér fátt um finnast. Píratinn Thor Saari segir: „Engeyjarættin á nú tvo stjórnmálaflokka í stað eins. Það er nú eitthvað.“ Framsóknarmaðurinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir er á svipuðu róli: „Ó ég hélt að hann [Þorsteinn] væri löngu farinn,“ og hún lætur fylgja broskall. Tengdar fréttir Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorsteini Pálssyni ekki kveðjurnar á Facebooksíðu sinni í gær. Greina má mikla gremju í þessum gegnheila Sjálfstæðismanni, og hann segir líkast til það sem margir Sjálfstæðismenn hugsa. Hann kallar þau „lúsera“ og að þau séu einskis virði í hans bók í dag. Hin stórpólitísku tíðindi frá í gær, þau að þessir fyrrum forystumenn Sjálfstæðisflokknum hefðu haft vistarskipti, væru farin yfir í Viðreisn, urðu vitaskuld ýmsum áhugamönnum tilefni til bollalegginga. Það að fyrrum formaður og forsætisráðherra og svo fyrrum varaformaður og ráðherra, hlýtur að vera til marks um klofning í Sjálfstæðisflokknum. En gegnheilir og flokkshollir Sjálfstæðismenn eru ekkert endilega á því. Og Ingvi Hrafn talar fyrir hönd þeirra sem sárastir eru: „Eðlilegt að sjálfstæðismenn,velti fyrir sér hvort brotthvarf 2ja lúsera úr flokksstarfinu,jafngildi klofningi,“ segir Ingvi Hrafn og seinna í athugasemd má greina særindi sem lýsa að verulegu leyti hugarfarinu sem hefur verið límið í Sjálfstæðisflokknum:Hallur er skáldlegur en merking skilaboða hans er sú að Viðreisn sé ekki þjóðhollur félagsskapur, svo það sé orðað mildilega.„Fólk,sem hefur helgað sig hugsjónum Sjálfstæðisflokksins allt, sitt líf og yfirgefur síðan, er ekki merkilegir pappirar. Bæði prýðisfólk,sem ég þekki svo sem bara að góðu,en einskis virði í minni bók í dag.“Vilja maka krókinn á kostnað þjóðhollra ÍslendingaAnnar gegnheill Sjálfstæðismaður, þó hann hafi ekki alltaf átt góða daga þar innanbúðar, er fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon og hann telur þetta undirstrika hversu ómerkilegur flokkur Viðreisn er: „Með andstöðu "Viðreisnar" við alla grundvallarhagsmuni landsbyggðar, frumatvinnuvega og öryggis og sjálfstæðis Íslands, er nokkuð víst að vandfundinn verður sá landsbyggðarmaður, sem kýs þetta nýja "afl" græðgi og milliliða. Á höfuðborgarsvæðinu munu þeir keppa við vinstri flokka og ESB sinna og vel að merkja flugvallarandstæðinga undir sérstakri leiðsögn Þorgerðar, um fylgi. Ný Samfylking í felulitum, sem hyggst maka krókinn á kostnað þjóðhollra Íslendinga.“ Og Hallur Hallsson rithöfundur er á svipuðum slóðum þó skáldlegri sé: „Hákarlinn og þjóðin; fólkið sem tók útlenda hagsmuni yfir íslenska vill nú upp á dekk ... Er það við sama heygarðshornið ... Maður spyr sig ...“Þorbjörg Helga fagnar innilega endurkomu Þorgerðar Katrínar á vettvang stjórnmálanna.Meðan á þessu gekk, á Facebook í gær, eru foringjar í Viðreisn að vonum ánægðir. Jón Steindór Valdimarsson segir einfaldlega: „... gott ... velkomin í liðið okkar ...“ og formaðurinn Benedikt Jóhannesson segir: „Þetta eru frábærar fréttir að fá þetta öfluga fólk með sína gífurlegu reynslu til liðs við Viðreisn!Velkomin Þorgerður KatrínOg fyrrverandi félagi úr Sjálfstæðisflokki, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fagnar mjög endurkomu Þorgerðar Katrínar á vettvang stjórnmálanna: „Það eru sannalega sviftingar í stjórnmálunum þessa dagana. Ég fagna því, af einlægni og væntumþykju, að hún Þorgerður Katrín stígi aftur inn í stjórnmálin. Hún mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir réttlætismálum og umbótum fyrir okkar litla land.“ Þó Þorbjörg Helga hafi ekki gefið það út að hún sé einnig gengin til liðs við Viðreisn eru viðbrögð hennar þannig að ætla má að þetta skref Þorgerðar og Þorsteins séu þess eðlis að margir hugsi sér til hreyfings. En, ef sjónarhorninu er beint frá þeim hinum flokkshollu þá eru flestir áhugamenn um stjórnmála þeirrar skoðunar að um stórmerk tíðindi af hinum pólitíska vettvangi sé að ræða. Þannig segir Magnús Árni Skjöld Magnússon aðstoðarprófessor við Bifröst:Magnús Árni telur nú valdabandalagi frjálslyndra og íhaldsmanna frá 1929 formlega slitið.„Jæja. Mér sýnist valdabandalagi frjálslyndra og íhaldsmanna frá 1929 hafi verið formlega slitið hér með. Nú ætti "Sjálfstæðisflokkurinn" bara að taka upp sitt gamla nafn. Enda fékkst sjálfstæðið árið 1944 ef einhver hefur gleymt að segja þeim það.“Til marks um veikan BjarnaGunnar Smári Egilsson ritstjóri reynir að rýna undir yfirborðið og sjá fyrir hvað þetta muni hafa í för með sér. Hann gefur sér að brotthvarf þessara tveggja úr Sjálfstæðisflokknum þýði óánægju með störf formanns, og líkast til ekki erfitt að rökstyðja það: „Vandi Sjálfstæðisflokksins er að formaður hans er sífellt að sækja um starfið sitt hjá vitlausum hópi. Í stað þess að sameina alla frjálslynda hægri menn hefur hann reynt að halda verstu íhaldsmönnunum góðum, hinum viðbrennda Sjálfstæðisflokki sem líkist æ meira Framsóknarflokknum á vondum degi. Meðan formaðurinn og flokkurinn snýr í þessa áttina stefnir hann á 13,7% fylgi, frá því að vera miðja íslenskra stjórnmála í að vera áhrifalaust tuð í Reykjavíkurbréfum.“Björn Ingi telur gærdaginn með verstu dögum í samanlagðri sögu Valhallar.Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir þetta áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn: „Brotthvarf Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur úr Sjálfstæðisflokknum eru gríðarleg tíðindi í íslenskri stjórnmálasögu. Viðreisn fær gífurlegan liðsstyrk en þetta telst með verstu dögum í samanlagðri sögu Valhallar.“Viðreisn fær byr í seglinGuðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins segir, á síðu Björns Inga, það einfaldlega svo að flokkurinn hafi tapað þriðjungi fylgis síns síðustu tvo áratugi. „... eða frá þeim tíma þegar hann var með fast fylgi af stærðinni 38-40%, en er í dag um og yfir 23%. Við vorum ansi mörg sem yfirgáfum flokkinn um aldamótin þegar "frelsisbyltingin" svo kallaða tók sitt flug. Maður hittir þessa dagana sífellt fleiri sem spá því að Viðreisn fá amk jafnmikið fylgi að xD. Ég spái xD 15-18% og Viðreisn 18-20%.“Guðfinna Jóh. hélt að Þorsteinn væri löngu farinn, eða þannig.Illugi Jökulsson rithöfundur segir, af þessu tilefni: „Ég mun brátt setja fram þá kenningu að ef Bjarni Benediktsson hefði haft bein í nefinu til að losa sig strax við aftursætisbílstjórann Davíð Oddsson og opnað Sjálfstæðisflokkinn í ætt við það sem reynt var í uppgjörsskýrslunni á flokksþinginu 2009, þá stæði hann nú ekki í brennandi rústum flokksins. En fyrir þetta mun ég síðan þakka Bjarna Benediktssyni vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn þurfti verulega á því að halda að klofna, og samfélagið mun hafa gott af því að losna við þessa massífu sérhagsmunablokk aurlákanna.“Aðrir láta sér fátt um finnastFrosti Logason útvarpsmaður og stjórnmálafræðingur segir þetta benda til þess að kosningarnar í vetur verði verulega spennandi. „Það er orðið opinbert að Viðreisn er þungavigtarframboð rétt eins og Píratar. Samfylkingin á einnig möguleika á því að raða mjög álitlegum einstaklingum á sína lista. Önnur eins staða hefur ekki verið uppi áður í aðdraganda kosninga.“ En, Frosti talar ekki inn í þann hóp sem mega heita fulltrúar annarra flokka því þeir láta sér fátt um finnast. Píratinn Thor Saari segir: „Engeyjarættin á nú tvo stjórnmálaflokka í stað eins. Það er nú eitthvað.“ Framsóknarmaðurinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir er á svipuðu róli: „Ó ég hélt að hann [Þorsteinn] væri löngu farinn,“ og hún lætur fylgja broskall.
Tengdar fréttir Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00
Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30