Formúla 1

Formúlan seld á 500 milljarða króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bernie Ecclestone.
Bernie Ecclestone. vísir/getty
Eftir áralangar vangaveltur um framtíð Formúlu 1 er loksins verið að selja íþróttina til nýrra eigenda.

Það er bandaríska fyrirtækið Liberty Media sem ætlar að kaupa Formúluna á rúma 500 milljarða króna. CVC Capital Partners selur en það félag hefur átti meirihluta í íþróttinni síðan 2005.

Bernie Ecclestone verður áfram framkvæmdastjóri en hann hefur stýrt þessari íþrótt í 40 ár. Chase Carey, aðstoðar stjórnarformaður 21st Century Fox, verður stjórnarformaður.

Liberty Media er með puttana í íþróttaheiminum fyrir og á meðal annars í hafnaboltaliðinu Atlanta Braves.

Eigandi félagsins er milljarðamæringurinn John Malone.

Þetta er einn stærsti samningur íþróttasögunnar en á síðustu tíu árum hefur áhuginn á íþróttinni aukist mikið sem og hagnaðurinn í kringum hana.

Áður en að yfirtökunni verður þurfa yfirvöld að samþykkja hana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×