Fulltrúi Sjálfstæðisflokks vill opna neyðarbrautina á ný nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 7. september 2016 21:22 Neyðarbrautinni var lokað í sumar. mynd/vísir Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, lagði í dag fram tillögu um að skipulagið á flugvallarsvæðinu verði endurskoðað með það að markmiði að neyðarbrautin skuli opnuð að nýju. Marta segir í tilkynningu um málið að tillagan snerti alla landsmenn. „Þetta er það mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, flugöryggi og síðast en ekki síst sjúkraflugið að við eigum að nýta okkur þessi ákveðnu tímamót þegar innanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum um flugvöllinn við borgarstjóra og þingsályktunartillaga liggur fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í júníbyrjun kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að neyðarbrautinni skyldi lokað innan 16 vikna, eða fyrir 29. september. Undanfari dómsins var málshöfðun Reykjavíkurborgar á hendur innanríkisráðuneytinu en innanríkisráðherra neitaði að loka brautinni þrátt fyrir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis árið 2013. Lokun neyðarbrautarinnar myndaði grundvöll fyrir aukinni uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu en áætlað er að þar rísi um sex hundruð íbúðir auk stærsta hótels landsins. Marta leggur til að sú uppbygging verði endurskoðuð í samvinnu við lóðarhafa þannig að hún komi ekki í veg fyrir opnun neyðarbrautarinnar á ný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. 17. apríl 2016 18:30 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. 23. mars 2016 19:30 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, lagði í dag fram tillögu um að skipulagið á flugvallarsvæðinu verði endurskoðað með það að markmiði að neyðarbrautin skuli opnuð að nýju. Marta segir í tilkynningu um málið að tillagan snerti alla landsmenn. „Þetta er það mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, flugöryggi og síðast en ekki síst sjúkraflugið að við eigum að nýta okkur þessi ákveðnu tímamót þegar innanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum um flugvöllinn við borgarstjóra og þingsályktunartillaga liggur fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í júníbyrjun kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að neyðarbrautinni skyldi lokað innan 16 vikna, eða fyrir 29. september. Undanfari dómsins var málshöfðun Reykjavíkurborgar á hendur innanríkisráðuneytinu en innanríkisráðherra neitaði að loka brautinni þrátt fyrir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis árið 2013. Lokun neyðarbrautarinnar myndaði grundvöll fyrir aukinni uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu en áætlað er að þar rísi um sex hundruð íbúðir auk stærsta hótels landsins. Marta leggur til að sú uppbygging verði endurskoðuð í samvinnu við lóðarhafa þannig að hún komi ekki í veg fyrir opnun neyðarbrautarinnar á ný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. 17. apríl 2016 18:30 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. 23. mars 2016 19:30 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. 17. apríl 2016 18:30
Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00
Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. 23. mars 2016 19:30
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04