Viðskipti innlent

Tólf hleðslustöðvar við Kringluna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá hægri til vinstri, Haukur Björnsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, Sigurður Ástgeirsson, verkefnastjóri orkulausna hjá Íslenska gámafélaginu og Zophanías Sigurðsson, tæknistjóri Kringlunnar.
Frá hægri til vinstri, Haukur Björnsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, Sigurður Ástgeirsson, verkefnastjóri orkulausna hjá Íslenska gámafélaginu og Zophanías Sigurðsson, tæknistjóri Kringlunnar. vísir/gva
Kringlan og Íslenska gámafélagið hafa gert samn­ing um að setja upp tólf hleðslustöðvar fyr­ir rafmagns- og tengiltvinnbíla á bílastæðum Kringlunnar. Markmiðið er að gera viðskiptavinum Kringlunnar kleift að hlaða bíla sína á meðan þeir gera innkaup.

Íslenska gámafélagið og Kringlan hafa unnið lengi í samstarfi að umhverfismálum með góðum árangri. Allur úrgangur frá verslunum Kringlunnar er flokkaður og skilað til endurvinnslu. Er þetta góða samstarf því tekið enn lengra með uppsetningu á hleðslustöðvum segir í tilkynningu.

Ráðgert er að nýju hleðslustöðvarnar verði teknar í notkun í nóvember. Íslenska gámafélagið býður allar lausnir frá heimahleðslu til öflugra hraðhleðslustöðva. Íslenska gámafélagið mun kynna allar lausnir sínar á sýningunni Saman gegn sóun, sem verður í Perlunni um næstu helgi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×