Skoðun

Helgi Hjörvar

Aron Leví Beck skrifar



Í persónukjöri stjórnmálaflokkanna felst mikilvægt tækifæri okkar kjósenda til lýðræðislegrar þátttöku og getum valið þá frambjóðendur sem við treystum best til að vera okkar málefnafulltrúar á Alþingi. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík eru margir góðir frambjóðendur, þar af fjórir sem biðja um stuðning til að leiða listann. 

Í mínum huga er valið þó einfalt. Ég kýs Helga Hjörvar. 

Eftir að hafa lengi fylgst með hinum pólitíska vettvangi og tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi er það niðurstaða mín að löngu sé tímabært að Helgi verði í fremstu forystu jafnaðarmanna. Reynsla hans, elja og kraftur er það eldsneyti sem þarf til að efla samstöðu okkar um grundvallarmálefnin og gera hugsjónir okkar um réttlátara samfélag að veruleika. 

Helgi hefur reynst framsýnn maður brýnustu baráttumálanna. Þannig hefur hann beitt sér af afli í þágu réttinda venjulegra fjölskyldna, fatlaðs fólks, aldraðra og öryrkja. 

Ég treysti Helga Hjörvar best til að leiða öflugan lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar og set hann í 1. sæti í prófkjörinu.

 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×