Meiri menningu … og meira pönk! Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 8. september 2016 07:00 Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar