Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 15:58 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15