Hve glötuð vor æska? Frosti Logason skrifar 8. september 2016 07:00 Árið 1991 fór ég á mína fyrstu stórtónleika. Það voru alvöru tónleikar. Brjótum ísinn í Kaplakrika. Þarna komu fram Quireboys, Slaughter, Bullet Boys, GCD, Artch og Eiríkur Hauksson. Poison hætti við á síðustu stundu af því að bassaleikarinn puttabrotnaði. Ég var nýorðinn 13 ára og hafði nú ekki ráðgert sérstaklega að mæta á þessa tónleika. Ómurinn heyrðist hins vegar alla leið heim til mín í Garðabæinn og mér fannst þetta allt mjög spennandi. Ég hjólaði af stað og elti hávaðann yfir hraun og læk þangað til ég var kominn í fjörðinn. Þegar þangað var komið tók við rammgirt Kaplakrikasvæðið og kostaði frá 4.500 kr. til 5.500 kr. inn. Það var alveg ljóst að launin sem ég fékk fyrir að bera út DV á þessum tíma buðu ekki upp á slíkan lúxus. Ég endaði á að svindla mér inn á viðburð sem átti eftir að breyta lífi mínu til frambúðar. Tónleikarnir voru stórkostlegir. Bubbi Morthens og Rúni Júl langflottastir. Blindfullir rokkarar og unglingar í sleik alls staðar og ég fann einhverja undarlega spennu sem ég hafði aldrei upplifað áður. Rokkið hafði náð á mér tökum sem halda enn til dagsins í dag. En nú er öldin önnur. Krakkarnir eru vissulega að fara á tónleika í kvöld. Mamma og pabbi splæsa og miðaverðið er 30 þúsund krónur. Tónlistin er blöðrupopp frá helvíti og strákurinn sem treður upp er með danssveit með sér á sviðinu. Nú er mér ljóst að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru ekki lengur helsta ógn lands og þjóðar. Nei, það er miklu frekar hin ráðvillta æska sem mætir í Kórinn í kvöld. Guð blessi Ísland.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Árið 1991 fór ég á mína fyrstu stórtónleika. Það voru alvöru tónleikar. Brjótum ísinn í Kaplakrika. Þarna komu fram Quireboys, Slaughter, Bullet Boys, GCD, Artch og Eiríkur Hauksson. Poison hætti við á síðustu stundu af því að bassaleikarinn puttabrotnaði. Ég var nýorðinn 13 ára og hafði nú ekki ráðgert sérstaklega að mæta á þessa tónleika. Ómurinn heyrðist hins vegar alla leið heim til mín í Garðabæinn og mér fannst þetta allt mjög spennandi. Ég hjólaði af stað og elti hávaðann yfir hraun og læk þangað til ég var kominn í fjörðinn. Þegar þangað var komið tók við rammgirt Kaplakrikasvæðið og kostaði frá 4.500 kr. til 5.500 kr. inn. Það var alveg ljóst að launin sem ég fékk fyrir að bera út DV á þessum tíma buðu ekki upp á slíkan lúxus. Ég endaði á að svindla mér inn á viðburð sem átti eftir að breyta lífi mínu til frambúðar. Tónleikarnir voru stórkostlegir. Bubbi Morthens og Rúni Júl langflottastir. Blindfullir rokkarar og unglingar í sleik alls staðar og ég fann einhverja undarlega spennu sem ég hafði aldrei upplifað áður. Rokkið hafði náð á mér tökum sem halda enn til dagsins í dag. En nú er öldin önnur. Krakkarnir eru vissulega að fara á tónleika í kvöld. Mamma og pabbi splæsa og miðaverðið er 30 þúsund krónur. Tónlistin er blöðrupopp frá helvíti og strákurinn sem treður upp er með danssveit með sér á sviðinu. Nú er mér ljóst að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru ekki lengur helsta ógn lands og þjóðar. Nei, það er miklu frekar hin ráðvillta æska sem mætir í Kórinn í kvöld. Guð blessi Ísland.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.