Umfjöllun: Belgía - Ísland 80-65 | Fyrsta tapið kom í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2016 19:45 Martin Hermannsson. vísir/ernir Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti