Innlent

Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn verður í farbanni til 3. október.
Maðurinn verður í farbanni til 3. október. vísir/heiða
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað ísraelskan ríkisborgara í farbann til 3. október vegna rannsóknar á meintu blygðunarsemisbroti á Selfossi í fyrradag. Farið var fram á gæsluvarðhald í gær en dómari ákvað að taka sér frest þangað til í dag til að kveða upp úrskurð í málinu.

Maðurinn var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum í fyrrinótt, þegar hann hugðist fara af landinu, og í framhaldi af því vistaður í fangageymslum á Selfossi í þágu rannsóknar málsins.

Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi en tölvurannsóknardeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra aðstoða við rannsóknina.



DV greindi frá því í gær að hópur nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi séð manninn í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu á Selfossi í hádeginu á mánudag.
 Tóku nemendurnir stutt myndband af manninum þar sem hann sést stunda sjálfsfróun.

Lögreglan á Suðurlandi sagði við Vísi í gær að rannsókn á málinu beindist að því hvort brot mannsins hefði beinst gegn börnum og ungmennum. Í samtali við Vísi í dag segir lögreglan á Suðurlandi manninn hafa gefið þær skýringar við skýrslutöku í gær að þessar aðfarir hafi ekki beinst gegn neinum tilteknum og ekki hafi verið ætlun hans að særa blygðunarkennd hvorki eins né neins. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×