ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2016 23:34 Tyrkneskir skriðdrekar í Sýrlandi. Vísir/AFP Íslamska ríkið er nú einangrað í Sýrlandi og í Írak. Tyrkir hafa lokað síðustu birgðaleiðum samtakanna yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Samtökin eru nú umkringd og það gæti dregið verulega úr getu þeirra til að verja helstu vígi þeirra, Raqqa og Mosul. Írakski herinn vinnur nú að því að frelsa Mosul á þessu ári og von er á að sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra muni herja á Raqqa seinna meir. Hægt er að sjá grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi og Írak hér.Samkvæmt AP fréttaveitunni er hins vegar búist við því að ef og þegar ISIS verður rekið frá yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi og Írak muni þeir einbeita sér frekar að hryðjuverkaárásum í Mið-Austurlöndum og á Vesturlöndum. Í raun muni samtökin verða aftur eins og samtökin sem þau urðu til úr, al-Qaeda. Hilal Khashan, stjórnmálafræðiprófessor í Beirút, telur að Íslamska ríkið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Vígamönnum þess hafi mistekist að stofna eigið ríki og þeir muni raka skegg sín, skipta um föt og ganga til liðs við aðra vopnaða hópa sem ekki séu taldir vera hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag bárust fregnir af því að tveir tyrkneskir hermenn hefðu látið lífið í átökum við vígamenn ISIS. Talið er að þeir séu fyrstu hermenn Tyrklands sem látast í bardögum þar. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Íslamska ríkið er nú einangrað í Sýrlandi og í Írak. Tyrkir hafa lokað síðustu birgðaleiðum samtakanna yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Samtökin eru nú umkringd og það gæti dregið verulega úr getu þeirra til að verja helstu vígi þeirra, Raqqa og Mosul. Írakski herinn vinnur nú að því að frelsa Mosul á þessu ári og von er á að sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra muni herja á Raqqa seinna meir. Hægt er að sjá grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi og Írak hér.Samkvæmt AP fréttaveitunni er hins vegar búist við því að ef og þegar ISIS verður rekið frá yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi og Írak muni þeir einbeita sér frekar að hryðjuverkaárásum í Mið-Austurlöndum og á Vesturlöndum. Í raun muni samtökin verða aftur eins og samtökin sem þau urðu til úr, al-Qaeda. Hilal Khashan, stjórnmálafræðiprófessor í Beirút, telur að Íslamska ríkið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Vígamönnum þess hafi mistekist að stofna eigið ríki og þeir muni raka skegg sín, skipta um föt og ganga til liðs við aðra vopnaða hópa sem ekki séu taldir vera hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag bárust fregnir af því að tveir tyrkneskir hermenn hefðu látið lífið í átökum við vígamenn ISIS. Talið er að þeir séu fyrstu hermenn Tyrklands sem látast í bardögum þar.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08
Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41