Viðsnúningur hjá NTC Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2016 10:30 Svava Johansen er eigandi NTC. Vísir/Anton Brink Viðsnúningur varð á rekstri tískufyrirtækisins NTC milli áranna 2014 og 2015. NTC rekur fjölda tískuverslana, meðal annars tískubúðirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík. Hagnaður félagsins 2015 nam 41 milljón króna samanborið við ríflega 30 milljóna króna tap árið áður. Velta NTC jókst um sjö prósent milli ára og nam 1.960 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ríflega þrefaldaðist og nam rúmlega 98 milljónum króna. Langtímaskuldir félagsins lækkuðu úr 391 milljón í 262 milljónir króna milli ára. Í viðtali við Markaðinn á síðari hluta árs 2015 sagði Svava Johansen að árið liti mjög vel út. Fyrirtækið fyndi fyrir kaupmáttaraukningunni í þjóðfélaginu. Almenningur væri farinn að kaupa dýrari vöru á ný. Auk þess væri verslun erlendra ferðamanna að aukast. Spennandi verður að sjá hvernig uppgjör ársins 2016 mun koma út hjá NTC sem og öðrum tískufyrirtækjum landsins en þau lækkuðu fataverð um áramótin eftir að tollar á fatnaði og skóm féllu niður. Einnig lækkuðu einhverjar fataverslanir verð í sumar þegar gengi pundsins veiktist töluvert gagnvart krónunni í kjölfar þess að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Tengdar fréttir Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. 7. júlí 2016 07:00 Svava í Sautján kaupir GK Reykjavík NTC hefur fest kaup á GK Reykjavík. Verslunin mun verða rekin með svipuðu sniði og mun starfsfólk hennar halda áfram. Svava Johansen, eigandi NTC, útilokar ekki frekari umsvif í miðbænum. 3. mars 2016 07:00 Sjö mögur ár hjá tískurisanum NTC Rekstur NTC hefur gengið brösulega síðustu ár, verslunum hefur fækkað og velta dregist saman. 28. október 2015 10:15 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Viðsnúningur varð á rekstri tískufyrirtækisins NTC milli áranna 2014 og 2015. NTC rekur fjölda tískuverslana, meðal annars tískubúðirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík. Hagnaður félagsins 2015 nam 41 milljón króna samanborið við ríflega 30 milljóna króna tap árið áður. Velta NTC jókst um sjö prósent milli ára og nam 1.960 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ríflega þrefaldaðist og nam rúmlega 98 milljónum króna. Langtímaskuldir félagsins lækkuðu úr 391 milljón í 262 milljónir króna milli ára. Í viðtali við Markaðinn á síðari hluta árs 2015 sagði Svava Johansen að árið liti mjög vel út. Fyrirtækið fyndi fyrir kaupmáttaraukningunni í þjóðfélaginu. Almenningur væri farinn að kaupa dýrari vöru á ný. Auk þess væri verslun erlendra ferðamanna að aukast. Spennandi verður að sjá hvernig uppgjör ársins 2016 mun koma út hjá NTC sem og öðrum tískufyrirtækjum landsins en þau lækkuðu fataverð um áramótin eftir að tollar á fatnaði og skóm féllu niður. Einnig lækkuðu einhverjar fataverslanir verð í sumar þegar gengi pundsins veiktist töluvert gagnvart krónunni í kjölfar þess að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.
Tengdar fréttir Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. 7. júlí 2016 07:00 Svava í Sautján kaupir GK Reykjavík NTC hefur fest kaup á GK Reykjavík. Verslunin mun verða rekin með svipuðu sniði og mun starfsfólk hennar halda áfram. Svava Johansen, eigandi NTC, útilokar ekki frekari umsvif í miðbænum. 3. mars 2016 07:00 Sjö mögur ár hjá tískurisanum NTC Rekstur NTC hefur gengið brösulega síðustu ár, verslunum hefur fækkað og velta dregist saman. 28. október 2015 10:15 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. 7. júlí 2016 07:00
Svava í Sautján kaupir GK Reykjavík NTC hefur fest kaup á GK Reykjavík. Verslunin mun verða rekin með svipuðu sniði og mun starfsfólk hennar halda áfram. Svava Johansen, eigandi NTC, útilokar ekki frekari umsvif í miðbænum. 3. mars 2016 07:00
Sjö mögur ár hjá tískurisanum NTC Rekstur NTC hefur gengið brösulega síðustu ár, verslunum hefur fækkað og velta dregist saman. 28. október 2015 10:15