Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 1-1 | Selfoss í fallsæti þrátt fyrir stig Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2016 19:45 Vísir FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira